Saga - 1975, Page 73
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT 67
andi þingi, vegna þess að nauðsynleg gögn og upplýsingar
skorti um ýmsa þætti málsins, t. d. vissu menn allt of lítið
um fossa landsins, notagildi þeirra og virkjanlegt vatns-
niagn í landinu o. s. frv. Einnig vakti nefndin athygli á
því, að ekki hefði enn verið mörkuð nein skýr stefna um
það, hver ætti að verða hlutur ríkisins í framkvæmdum
á þessu sviði.
í áliti sínu komst nefndin svo að orði um gildandi laga-
ákvæði, er lutu að fossamálunum, að þau væru í senn
„úrelt og ófullkomin".13) Þess vegna hlaut undirbúningur
°g samning lagafrumvarpa um ýmsa þætti málsins að
verða mikilvægur þáttur í starfi fossanefndarinnar, enda
stjórnvöldum nauðsyn að geta stuðzt við skýr og ótvíræð
lagaákvæði við sérleyfisveitingar.
Undir álit Sogsfossanefndar rituðu 4 af 5 nefndarmönn-
um, einn þeirra, Eggert Pálsson, þó með fyrirvara um
einstök atriði.14) Fimmti nefndarmaðurinn, Hannes Haf-
stein, hafði ekki tekið þátt í síðari fundum nefndarinnar
sökum sjúkleika og ritaði því eigi undir nefndarálitið.lj)
Mannaskipti höfðu orðið í nefndinni meðan á meðferð
málsins stóð. Sigurður Eggerz lét af störfum í nefndinni,
er hann tók við embætti fjármálaráðherra, en flokksbróðir
hans, Magnús Torfason, hafði þá tekið sæti hans þar.16)
Augljóst er að veikindi Hannesar Hafstein urðu til þess
að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þversum fengu sterkari
stöðu í nefndinni en ella hefði orðið. Má ætla að þessar
aðstæður hafi ráðið nokkru um hver niðurstaða nefndar-
innar varð og einkum þó um það, hvernig ályktunartil-
iaga nefndarinnar hljóðaði, enda sætti sú tilhögun, sem
þar var gert ráð fyrir varðandi nefndarskipunina, gagn-
W)
14)
15)
le)
Hér mun einkum átt við „Fossalögin" svonefndu frá 1907.
Alþingistíðindi 1917 A, bls. 1490.
Gerðabók Sogsfossanefndar.
Ibid.