Saga - 1975, Page 80
74
SIGURÐUR RAGNARSSON
Ekki þótti tiltækilegt að fara gegnum öll íslenzk blöð
á þessum tíma til að fá heildarmynd af skrifum þeirra og
viðhorfum í fossamálinu eins og þau birtust landslýðnum
árið 1917. Þær niðurstöður, sem raktar verða hér á eftir,
byggjast á athugun á ákveðnu úrtaki þeirra blaða sem
út komu. Við gerð úrtaksins var haft að leiðarljósi, að
sem flest sjónarmið gætu komið fram um málið. Þá skulu
talin upp þau blöð sem könnuð voru:
Dagblaðið „Vísir“, annað tveggja dagblaða, sem út komu
í Reykjavík. „Vísir“ var fyrst og fremst fréttablað og
auglýsinga, en fjallaði einnig talsvert mikið um stjórn-
mál. Blaðið fylgdi upphaflega Sjálfstæðisflokknum gamla
að málum, en hallaðist eftir klofning flokksins fremur að
„langsum“-armi hans. Um þessar mundir virðist blaðið þó
einkum hafa túlkað persónuleg viðhorf ritstjórans, Jakobs
Möller.
Þá er að geta fjögurra vikublaða, sem hvert um sig
túlkuðu viðhorf ákveðins flokks. Hér er um að ræða
„Lögrjettu“, aðalmálgagn Heimastjórnarflokksins, sem
einnig var mjög nákomið Jóni Magnússyni forsætisráð-
herra, „Tímann“, tiltölulega nýstofnað vikublað Fram-
sóknarflokksins, „Landið“, málgagn „þversum“-manna
Sjálfstæðisflokksins, sem einkum var nákomið Birni
Kristjánssyni fjármálaráðherra og loks „Dagsbrún“, blað
íslenzkra jafnaðarmanna, sem Ólafur Friðriksson rit-
stýrði.
Þetta úrtak er ótvírætt marktækt, en þó skal bent a
eftirfarandi: Ekki er stuðzt við „Morgunblaðið“, hitt dag-
blaðið, sem út kom í Reykjavík. Meginástæða þess er sú,
að „Morgunblaðið“ var öðru fremur frétta- og auglýsinga-
blað og leiddi deilur um stjórnmál að mestu hjá sér. Ein-
hver saknar e. t. v. „lsafoldar“ úr ofangreindu úrtaki.
Vissulega hafði „lsafold“ um langt skeið verið eitthvert
áhrifaríkasta blað landsins og var enn aðalmálgagn „langs-
um“-manna. Þeir voru hins vegar sem flokkur næsta