Saga - 1975, Side 83
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
77
ítarlega um sjálft Sogsfossafrumvarpið og efni þess.13)
Hin blöðin birtu einnig ýmis skrif um málið almennt og
einstaka þætti frumvarpsins.14)
Af þeim blöðum, er mæltu gegn Sogsfossafrumvarpinu,
er „Vísir“ forvitnilegastur. Liggja til þess ýmsar ástæður.
Ekkert blað annað varði jafnmiklu rými til að fjalla um
ímálið og er einkum athyglisvert, hve mjög blaðið dvaldi
yið ýmis grundvallaratriði í fossamálunum auk þess sem
'tarlega var fjallað um frumvörpin tvö, sem til umræðu
Voru. ,,Vísir“ vék fyrst að málinu þegar hinn 27. júlí. Þá
kirti blaðið ritstjórnargrein undir fyrirsögninni „Foss-
arnir“, þar sem rætt var um þá möguleika, sem beizlun
þeirra færði landsmönnum og þá stefnu, sem bæri að
fyigja í þessu efni. „Vísir“ mælti eindregið með „lands-
einokun“ í þessu efni og spurði: „En hvers vegna ekki að
láta landið taka sér einkarétt til starfrækslu rafmagns-
stöðva í landinu?" Á næstu vikum sótti blaðið mál sitt
emkum á tvennum vígstöðvum:
1) Það hélt uppi gagnrýni á Sogsfossafrumvarpið og
reyndi að sýna fram á galla þess, auk þess sem mikil
aherzla var lögð á að sýna fram á, hve hættuleg hagsmun-
um lands og þjóðar sú stefna væri, sem frumvarpið mark-
aðl 1 fossamálinu.
2) Á hinn bóginn var allt kapp lagt á að útlista og
l,ndirbyggja nánar þá grundvallarstefnu, sem blaðið vildi
^ylgja í fossamálinu, þannig að unnt væri að tefla henni
ram 1 umræðum sem raunhæfum og álitlegum valkosti.
Það stendur ekki á „Vísi“ að viðurkenna, að erlent fjár-
magn þurfi til vatnsaflsvirkjana og iðnvæðingar hér á
andi, enda sé ekki um það deilt af málsaðilum. Hitt sé
41ns vegar ágreiningsmál, með hvaða hætti þessa f jár skuli
aflað. 1 skrifum „Vísis“ kemur það sjónannið skýrt fram,
u! >>Tíminn“ 4. ágúst, 11. ágúst, 18. ágúst og 14. september.
>>Lögrjetta“ 1. og 22. ágúst, „Landið“ 17. ágúst, „Dagsbrún“
H., 18. og 25. ágúst, „Vísir“ 27. júlí, 3., 9. og 25. ágúst.