Saga - 1975, Page 85
79
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
blaðið telur einkar varhugavert að einstakir menn safni
miklum auði og sitji þannig yfir hlut fjöldans. „Auðui í
fárra manna höndum getur orðið þessu fámenna landi afar
hættulegur..
„Vísir“ áréttar sterklega, að sú stefnumörkun, sem nú
sé á döfinni, skipti ekki einungis máli fyrir þá, sem nú búi
í landinu, heldur sé þarna um að ræða mál, sem skipt geti
sköpum fyrir líf komandi kynslóða í landinu. Ef fylgt yrði
opingáttarstefnu gagnvart erlendu einkafjármagni, mundi
það leiða til þess, að afkomendur þeirra, sem nú lifðu í
landinu, yrðu bundnir á klafa um alla framtíð, því að það
yrði landsmönnum um megn að heimta auðsuppsprettui
^andsins úr höndum þessara aðila, ef þeir eitt sinn næðu
tangarhaldi á þeim. Til stuðnings þessari skoðun vitnaði
blaðið til reynslu annarra þjóða og bað menn draga íéttai
ályktanir af henni.
Flest þau rök sem vitnað hefur verið til hér að framan
eru af þjóðernislegum toga. „Vísir“ drepur hins vegai
einnig á önnur atriði, sem blaðið telur að hljóti að vega.
þungt á metunum, þegar menn geri upp hug sinn varðandi
afstöðuna til erlendrar stóriðju á Islandi. Má þar einkum
nefna hugsanleg áhrif slíks atvinnurekstrar á aðrar at-
vinnugreinar í landinu. 1 skrifum blaðsins kemur fram
uggur um, að bújarðir muni fara í eyði, ef bændur og búa-
hð bregði á það ráð að hverfa að störfum í þjónustu hinna
erlendu auðfyrirtækja.
Því er ekki að leyna, að sú afstaða, sem fram kemur í
skrifum „Vísis“ um fossamálið, er að vissu marki and-
kapítalisk. Þetta viðhorf kemur t. d. fram í þeirri stað-
hæfingu blaðsins að stórfyrirtæki í eigu einkaaðila leiði
af sér eymdarkjör fyrir allan þorra fólks. Virðist þá engu
skipta hvort viðkomandi einkaaðilar eru útlendir eða ís-
lenzkir. Sjónarmið af þessum toga komu annars lítt fram
í umræðunum, t. d. gætti þeirra ekkert í skrifum jafnaðar-
manna um málið. Engan þarf raunar að undra, þótt ofan-
&reind sjónarmið bæri lítt á góma í umræðum um fossa-