Saga - 1975, Page 86
80
SIGURÐUR RAGNARSSON
málið, þegar sú staðreynd er höfð í huga, að um þessar
mundir fyrirfundust tæplega svo fjársterkir einkaaðilar
hér á landi, að þeir hefðu bolmagn til að ráðast af eigin
rammleik í byggingu og starfrækslu stóriðjufyrirtækja.
Því var það svo, að hugtökin stóriðja og erlent einkafjár-
magn fléttuðust saman í vitund fólks og var þá flestum
ofar í huga að fjármagnið var erlent heldur en hitt,
að það var í höndum einkaaðila.
Nauðsynlegt er að víkja að því sérstaklega að stefna
„Vísis“ í fossamálinu fólst ekki einvörðungu í andstöðu
við þá stefnu sem Sogsfossafrumvarpið markaði, heldur
hafði blaðið einnig jákvæða stefnu fram að færa. Sam-
kvæmt skoðun blaðsins átti stefna þess að geta tryggt þá
hagsmuni og þau lífsgildi sem samþykkt Sogsfossafrum-
varpsins og fleiri slíkra mundi tefla í bráðan voða. Hér
að framan var drepið stuttlega á grundvallarstefnu
„Vísis“ í fossamálunum, en nú verður vikið eilítið nánar
að þessu atriði. „Vísir“ boðaði þá stefnu að opinberir
aðilar, ríkið og sveitarfélögin, skyldu standa fyrir öllum
virkjunarframkvæmdum hér á landi og sú stóriðja, sem
reist kynni að verða í tengslum við stærri vatnsaflsvirkj-
anir, átti einnig að vera í eigu ríkisins. Eökin fyrir þess-
ari stefnu voru þau, að einungis með þessum hætti gætu
landsmenn haft töglin og hagldirnar gagnvart því erlenda
fjármagni sem óhjákvæmilega þurfti að koma til, ef af
framkvæmdum átti að geta orðið. Blaðið taldi þessa stefnu
vera í samræmi við kröfur tímans, því að þróunin erlendis
gengi jafnt og þétt í þá átt, að hið opinbera tæki að sér
rekstur stórfyrirtækja af ýmsu tagi. Virkjanir og stór-
iðjufyrirtæki (,,stórgróðafyrirtæki“) ættu að vera í hönd-
um ríkisins, sem þá fengi nýjan og álitlegan tekjustofn.
Þær auknu tekjur, sem landssjóði áskotnuðust með þessum
hætti, mætti síðan nota til ýmissa opinberra framkvæmda,
t. d. samgöngubóta (járnbrautarlagning nefnd sérstak-
lega) án þess að hækka þyrfti skatta, tolla eða önnur gjöld
til ríkisins. „Vísir“ virðist ekki haldinn neinum hugmynda-