Saga - 1975, Page 88
82
SIGURÐUR RAGNARSSON
un, að íslenzka ríkið ætti sjálft að standa fyrir vatnsafls-
virkjunum hér á landi, en ekki eftirláta erlendum auð-
félögum þetta verkefni. Taldi „Landið“ þá stefnu mundu
verða landinu heilladrýgsta og færa landssjóði verulegar
tekjur, er fram í sækti.
„Landið“ lagðist eindregið gegn því að alþingi sam-
þykkti Sogsfossafrumvarpið, þar eð málið væri mjög illa
undirbúið. Blaðið tók frumvarpið til rækilegrar meðferð-
ar og gagnrýndi ýmis ákvæði þess harðlega. Meginniður-
staða „Landsins“ um Sogsfossafrumvarpið var sú, að
landsmönnum væri að því lítill ávinningur, því að þau fríð-
indi, sem talað væri um í frumvarpinu landsmönnum til
handa, væru takmörkuð miðað við það, sem á móti kæmi
og auk þess flestir endar lausir hvað rétt landsmanna
gagnvart félaginu áhrærði. Meðal þeirra efnisatriða frum-
varpsins, sem sættu sérstakri gagnrýni í blaðinu, var sér-
leyfistíminn, sem blaðið taldi allt of langan, og einnig það,
að ekki var gert ráð fyrir endurhvarfsrétti til ríkisins á
vatnsréttindum og mannvirkjum, en allar sérleyfisveit-
ingar átti að mati blaðsins að binda slíku skilyrði. Þau
viðhorf, sem fram komu í þessum skrifum í „Landinu“
voru í góðu samræmi við þann málflutning, sem talsmenn
Sjálfstæðisflokksins höfðu uppi í umræðum um málið á
alþingi.
Til áréttingar þeirri afstöðu sinni, sem hér hefur verið
rakin, birti „Landið“ hinn 24. ágúst frumvarp Bjarna
Jónssonar frá Vogi. Jafnframt var prentuð í þessu og
næsta tölublaði blaðsins framsöguræða Bjarna fyrir mál-
inu á alþingi.
Allt bendir þetta til þess að málflutningur blaðsins og
talsmanna Sjálfstæðisflokksins á þingi hafi verið sam-
ræmdur því að hér studdi hvað annað.
„Dagsbrún“, málgagn jafnaðarmanna, tók fossamálið
nokkuð öðrum tökum en þau blöð sem nefnd hafa verið
hér að framan. Strax í byrjun júní var á kreiki orðrómur
um að mikilla tíðinda væri að vænta í fossamálinu á næstu