Saga - 1975, Page 90
84
SIGURÐUR RAGNARSSON
sín í virkjunarmálum og nefnir nokkur dæmi máli sínu
til stuðnings („Leitzach við Miinchen, Lagan í Suður-
Svíþjóð, Trollháttan og Porjus"). Grundvallarstefna
„Dagsbrúnar" varðandi það meginatriði í fossamálinu,
sem hér hefur verið drepið á, kemur fram í eftirfarandi
setningu: „Reglan verður að vera að landið byggi fossana
sjálft, undantekningin að aðrir fái leyfi til þess að gera
það“.17) „Dagsbrún“ vísaði Sogsfossafrumvarpinu alger-
lega á bug á þeirri forsendu, „að öll atriðin er snerta hag
landsins eru mjög óskýr og loðin og ber allt frumvarpið
með sér, að það sé samið eingöngu með hagsmuni félags-
ins fyrir augum .. .“.18)
Enda þótt „Dagsbrún" vildi ekki girða algerlega fyrir
þann möguleika, að erlendir aðilar gætu fengið sérleyfi
til virkjana hér á landi, má segja að sá möguleiki hafi
verið opinn meira í orði en á borði, þegar athuguð eru
þau skilyrði, sem blaðið vildi setja fyrir veitingu sérleyfis
til slíkra aðila. Skilyrðin voru það ströng að þau máttu
heita óaðgengileg fyrir erlenda fjármagnsaðila, t. d. var
í því sambandi rætt um endurhvarfsrétt til ríkisins að 30
árum liðnum.
Ýmis önnur atriði, er fram komu í skrifum „Dags-
brúnar“ um fossamálið, eru athyglisverð. Má þar einkum
nefna að blaðið lagði mikla áherzlu á að rannsakað yrði sem
bezt vatnsafl landsins og framtíðarmöguleikar á þessu
sviði. Gerði blaðið að tillögu sinni, að sett yrði á fót föst
starfandi nefnd í þessu skyni. „Væri hæfilegt að hafa i
þeirri nefnd einn fjármálamann (ekki sömu tegundar og
Pál eða Einar), einn lögfræðing, einn verkfræðing og tvo
menn sem litu á málið frá almennu sjónarmiði“.19)
Vert er að hafa í huga, að íslenzkir jafnaðarmenn
17) „Dagsbrún“ 18. ágúst.
18) : Ibid.
19) Ibid. Páll, þ. e. Páll Torfason og Einar, þ. e. Einar Benediktsson.