Saga - 1975, Page 97
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
91
frumvarpinu, sem hér hafa verið nefndar, voru eina merki
þess að blaðið væri ekki harðánægt með frumvarpið eins
og það lá fyrir. „Lögrjetta" lagði í öllum skrifum sínum
um málið áherzlu á, að rækileg athugun á öllum mála-
vöxtum þjrrfti engan veginn að fela í sér frestun á af-
greiðslu frumvarpsins, því að „fordæmin (væru) til í
samningum norsku stjórnarinnar við félögin sem í Noregi
hafa starfað".
„Lögrjetta" fjallaði einnig um þær tillögur, sem fram
höfðu komið um lántökur landssjóðs til virkjunarfram-
kvæmda og byggingar iðjuvera. Um þessar tillögur fórust
blaðinu svo orð, að þær ættu „lítið fylgi“, enda mælti
^argt á móti því að sú leið yrði farin: „Fyrst og fremst
er óséð, að slík lán liggi laus fyrir. 1 öðru lagi mundu þau
ekki verða veitt öðru vísi en svo, að þeir, sem féð legðu
fram, vildu hafa eftirlit með því, hvernig því yrði varið og
væri þar með öll fjárstjórn landsins sett undir eftirlit er-
lendis.“ Þessi sama röksemd var einnig höfð uppi í um-
ræðunum á alþingi, m. a. af Eggerti Pálssyni.
,,Lögrjetta“ gerði mikið úr hinum gífurlega tilkostnaði
við virkjunarframkvæmdir. Blaðið taldi kostnaðinn við
virkjun Sogsfossa mundu nema 20—30 milljónum, en bygg-
ing fimm aflstöðva í Þjórsá mundi kosta allt að 200 millj-
ónir króna. Til samanburðar má nefna að fjárlög íslenzka
ríkisins fyrir 1918 námu 5milljón króna.25) Með til-
vísun til þessara staðreynda taldi „Lögrjetta" einsýnt,
nð Islendingar hefðu ekkert bolmagn til þess að ráðast
einir síns liðs í jafn umfangsmiklar framkvæmdir og væri
Því einkar mikilsvert að einhver annar aðili væri fús að
s^íga „byrjunarspor.ið“ og það „sem allra fyrst“. „Við höf-
^mnóga fossa eftir til þess að spreyta okkur þar á milljóna-
fyrirtækjunum síðar meir ef við sjáum okkur henta það“.
Eldd verður annað sagt en málflutningur og rökleiðsla
251 Alþingistíðindi 1917 A, þskj. 970, þls. 1592.