Saga - 1975, Page 100
94
SIGURÐUR RAGNARSSON
azt nær einvörðungu af sjálfstæðisbaráttunni við Dani
og ólíkri afstöðu manna og flokka í því efni. Nú voru hins
vegar ýmis teikn á lofti, sem báru því glöggt vitni, að nýr
tími væri að ganga í garð hér á landi í pólitísku tilliti.
Nýir stjórnmálaflokkar á stéttargrundvelli höfðu séð dags-
ins ljós, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur. Þeir
stefndu báðir að því að brjóta niður gamlar markalínur í
stjórnmálum landsins og vildu fylkja mönnum til baráttu
á nýjum grundvelli, í samræmi við stéttarstöðu og afstöðu
til meginmála á vettvangi innanlandsmála. Hinir hefð-
bundnu „stjórnmálaflokkar" voru í greinilegri upplausn,
enda þótt staða þeirra væri enn sterk á þingi. Á undan-
gengnum mánuðum og misserum höfðu mörg ný og
vandasöm úrlausnarefni komið til kasta alþingis og lands-
stjórnarinnar og þessi nýju viðfangsefni mótuðu að veru-
legu leyti allar pólitískar umræður í landinu. Það var
sjálf heimsstyrjöldin með öllum þeim vandamálum, sem
hún skapaði fyrir hlutlausa smáþjóð sem átti hvað drýgst-
an hlut að máli varðandi þessi breyttu viðhorf. Styrjöldin
hafði leitt til þess, að landsstjórnin varð nú að láta ýmis
verkefni til sín taka, sem aðrir höfðu sinnt fram til þessa,
og voru greinilega í uppsiglingu átök í þjóðfélaginu um
það, hvort þessi nýju umsvif landsstjórnarinnar, einkum
á sviði viðskiptamála, væru eðlileg, nauðsynleg og skyn-
samleg.
Þessu til viðbótar var svo fossamálið komið á dagskrá
hjá þingi og stjórn. Hér var einnig um mál að ræða, sem
sprengdi af sér bönd hefðbundinnar stjórnmálaumræðu
hér á landi. Alþingi hafði fram til þessa einungis glímt
öðru hverju við einstaka anga og þætti fossamálsins, en
nú kom til kasta þess að taka afstöðu til áforma um stór-
framkvæmdir á þessu sviði. Þessi nýju viðhorf vöktu að
sjálfsögðu upp spuminguna um það, hver ætti að verða
grundvallarstefna íslenzkra stjórnvalda í fossamálinu. Al-
þingi stóð frammi fyrir því að taka afstöðu til umsóknar
um framkvæmdaleyfi frá hlutafélagi, sem í reynd var í