Saga - 1975, Page 101
INNILOKUN BÐA OPINGÁTT
95
eigu og undir forystu erlendra einkaaðila, þótt meiri-
hluti stjórnar þess væri skipaður Islendingum. Hér var
einnig um að ræða framkvæmdir, sem voru risavaxnar á
íslenzkan mælikvarða.
Allir, sem um mál þetta fjölluðu, virðast hafa verið þess
fullvissir, að félagið hefði bolmagn til að hrinda áformum
sínum í framkvæmd, ef það aðeins fengi tilskilin leyfi til
framkvæmda og fyrirgreiðslu á borð við þá sem Sogs-
fossafrumvarpið kvað á um. Lögheimildarbeiðni fossa-
félagsins var því í senn raunhæft og áleitið úrlausnarefni
í vitund þeirra, sem um hana áttu að fjalla. Menn fundu
greinilega til þess að þeir stóðu andspænis alveg nýju og
um leið risavöxnu verkefni sem fól í sér lokkandi en þó
jafnframt tvíbenta möguleika til eflingar framtíðarheill
lands og þjóðar. Virðast flestir eða allir, sem um málið
fjölluðu, hafa litið svo á, að þær ákvarðanir, sem nú yrðu
teknar í fossamálinu, myndu skipta sköpum um fram-
fíðarþróun íslenzks þjóðfélags. Mál það, sem alþingi fékk
til meðferðar 1917, þ. e. sérleyfisumsókn fossafélagsins
»tsland“ bar að með nokkuð skjótum hætti og þarf því
engan að undra, þótt margir þingmenn teldu sig vanbúna
að taka endanlega afstöðu til þessa máls og vildu skoða
það betur jafnframt því sem stjórnvöld ynnu að mótun
heildarstefnu af sinni hálfu í þessum efnum.
Það er einkar athyglisvert að athuga málflutning og rök
helztu talsmanna Heimastjórnarflokksins annars vegar og
Sjálfstæðisflokksins þversum hins vegar í fossamálinu.
Hvernig tóku þeir á nýju stórmáli á borð við þetta? Litu
Þeir á fossamálið sem nýtt og sjálfstætt viðfangsefni, sem
ieysa þyrfti út frá nýjum forsendum og annarri við-
tthSun en áður hafði tíðkazt eða tengdu þeir það við
Sörnul deiluefni og rótgróin viðhorf?
Þess er ekki að dyljast, að við könnun og úttekt á um-
i'æðunum um málið á þingi og í blöðum, mótast með manni
sn niðurstaða, að báðir gömlu flokkarnir yfirfæri almenn
viðhorf og gamalkunn rök úr sjálfri sjálfstæðisbarátt-