Saga - 1975, Page 103
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
97
legt sjálfstæði þjóðarinnar. Það, sem mestu réði í því
etni, væri raunveruleg staða þjóðarinnar á hverjum tíma
í andlegu og ekki síður efnalegu og verklegu tilliti. Af-
staða Heimastjórnarflokksins og aðalmálgagns hans, „Lög-
rjettu“, til fossamálsins 1917 fellur algerlega að þessu við-
tekna viðhorfi flokksins. Af þeirra sjónarhóli séð var
fyrir mestu, að samþykkt Sogsfossafrumvarpsins leysti
akveðin praktísk vandamál (járnbrautarlagning, áburðar-
skortur). Þetta myndi efla alhliða framför lands og þjóð-
ar og stuðla að því að ísland kæmist „í fremstu röð menn-
mgarlanda álfunnar“. Þann ávinning, sem þannig ynnist,
Wætti svo auka og treysta með áframhaldandi stórfram-
kvæmdum í fossamálinu. Liggur þá ekki nærri að álykta,
að sú stund mundi renna upp innan tíðar að ekki yrði
lengur talið stætt á að neita formlegum sjálfstæðiskröf-
yar þjóðar, sem þegar væri í reynd orðin sjálfstæð menn-
ingarþjóð í fremstu röð?
Hugleiðingar þær, sem fara hér að framan, gefa að
míau mati nokkuð raunsanna mynd af þeim hvötum og
viðhorfum, sem lágu til grundvallar afstöðu stóru flokk-
anna tveggja til fossamálsins 1917. Fleiri atriði komu þó
vissulega til, enda þótt þeirra gætti miklu minna. Allir
málsaðilar, jafnt stuðningsmenn sem andstæðingar sér-
ieyfisveitingar, voru hver með sínum hætti með hugann
bundinn við það félagslega umrót, sem hlyti að sigla í
kjölfar byggingar stórra vatnsaflsvirkjana og iðnvæðing-
ar í tengslum við þær. Báðir hóparnir höfðu ákveðnar
kugmyndir um það, hvernig sjá ætti borgið almannahags-
munum við slíkar aðstæður. Menn höfðu talsverða vitneskju
^111 gildandi sérleyfislöggjöf erlendis og þekktu nokkuð
til reynslu annarra þjóða af stórframkvæmdum í fossamál-
Um- Að vísu drógu menn ólíkar ályktanir af slíkri vitn-
eskju, en hún hafði ótvírætt nokkur áhrif á afstöðu
margra — ýmist sem fordæmi til eftirbreytni eða sem
víti til varnaðar.
Engan þai'f að undra þótt Framsóknarflokkurinn hafi
7