Saga - 1975, Page 114
108
BERGSTEINN JÓNSSON
5. Guðfirma, f. 19. febr. 3) 1828. Fór ógift til Vesturheims.
6. Aðalbjörg f. 1829, d. 1830.
7. Jóna, f. 19. nóv. 18304), d. 3. maí 1899. Varð vitskert um þrí-
tugt. Sagt er frá henni í draumum Hermanns Jónassonar.
8. Aðalbjörg, f. 5. marz5) 1832, átti Sigurbjörn Hansson frá
Neslöndum. Fóru til Vesturheims 1878 frá Jarlsstaðaseli með 6
börn. . . .
9. Jón, dagbókarhöfundur [ — sjá hér á eftir — ]...
10. Kristján, f. 24. febr.6) 1836. Bóndi á Kambsstöðum í Ljósa-
vatnsskarði og Birningsstöðum. Kona Guðrún Bjamadóttir frá
Vöglum Jónssonar prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar. Meðal barna
þeirra Kristján smiður, faðir Kristjáns á B.S.A., og Davíð smiður
og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
11. Benedikt, f. 21. júlí7) 1837. Dóttir (fyrir hjónaband) Krist-
rún, er varð kona Fjalla-Bensa (Benedikts Sigurjónssonar). Bóndi
á Végeirsstöðum í Fnjóskadal 1869—73. Fluttist til Vesturheims.
Kona vestra Sesselja Pálsdóttir (VÍSL.æv. III. 311).
12. Gísli, f. 1. apríl 1839 á Halldórsstöðum. Bjó í Mjóadal
1869—70. Fluttist vestur 1873. Kona Karólína Jónsdóttir bónda á
Litlulaugum Þorgrímssonar. Dó 1892.
13. Sigurgeir, f. 1841. Mun hafa dáið ungur.“
Jón Jónsson dagbókarhöfundur, níunda barnið í systk-
inahópnum og sá sem búi brá í Mjóadal vorið 1873 til þess
að flytjast vestur um haf með fyrsta stóra vesturfara-
hópnum sem af Islandi fór, var fæddur í Mjóadal árið
1834. Nokkur vafi leikur á um fæðingardag hans. Indriði
Indriðason telur hann fæddan 2. sept., en sjálfur kveðst
Jón í dagbókum sínum ýmist vera fæddur á höfuðdag (29.
ágúst), 30. ágúst, á Egedíusmessu (1. sept.) eða 3. sept.
Líklegasta skýringin á þessu hringli er sú, að afmælisdagur
hans hafi verið miðaður við vikudag að gömlu misseratali.
Haustið 1858 gekk Jón að eiga Sigurbjörgu Stefáns-
dóttur bónda á Kroppi í Eyjafirði og Helgu Guðmunds-
s) Dagsetning tekin eftir dagbók Jóns.
4) Dagsetning og ártal tekið eftir dagbók Jóns.
5) Dagsetning samkvæmt dagbók Jóns.
6) Dagsetning samkvæmt dagbók Jóns.
7) Dagsetning samkvæmt dagbók Jóns.