Saga - 1975, Page 115
MANNLÍF í MJÓADAL
109
dóttur frá Krínastöðum. Var hún systir Guðmundar, föð-
Ur Stephans G. Stephanssonar skálds.
Jón og Sigurbjörg voru í húsmennsku í Mjóadal fram
á sumar 1861, og þar fæddist þeim 1859 dóttirin Helga
Sigríður, sem síðar varð eiginkona frænda síns, Stephans
G. Á árunum 1861 til 1870 bjuggu þau Jón á Jarlsstöðum,
en fluttust þá að Mjóadal og tóku við búi þar. Á Jarlsstöð-
um eignuðust þau tvo syni, Jón (f. 1862), síðar bónda við
Garðar í Norður-Dakota, og Stefán sem dó á fyrsta ári
1867.
Eins og fram kemur í dagbók Jóns tók hann talsverðan
þátt í félagslífi sveitunga sinna. Má sjálfsagt koma því
heim og saman við þá ákvörðun hans og fjölskyldu hans að
Vlnda sér vestur um haf, þótt ekki verði betur séð en hag-
Ur þeirra hafi staðið með blóma eftir því sem um var að
Sera á íslandi.
Þegar vestur kom til Quebec lentu Mjóadalsmenn í hópi
þeirra, sem slógust í för með Páli Þorlákssyni frá Stóru-
Ijörnum og héldu suður til Wisconsin í Bandaríkjunum.
Á þeirri leið lenti íslenzki hópurinn í járnbrautarslysi, og
Var Sigurbjörg frá Mjóadal meðal þeirra sem þar meidd-
ust.
Til borgarinnar Milwaukee kom þessi litli hópur — sem
usest 30 manns — í ágúst 1873, og fluttust Mjóadalsmenn
þá Ujótlega vestur á bóginn þangað sem Stoughton heitir
1 Wisconsin. Hafði Páll komið þeim í árs vist til norskra
æuda, og var sá tilgangur hans að Islendingarnir lærðu
fi'ændum sínum búskaparlag, vinnubrögð og siði nýja
uudsins. Getur ekki annars er sú aðferð hafi gefizt vel.
Haustið 1874 fluttust Mjóadalsmenn ásamt nokkrum
uændum, vinum og gömlum sveitungum til Shawano
°unty í Wisconsin, settust að á skóggræðslulandi8) og
... ^ >>Þegar íslendingar komu til Dakota, voru þrenns konar land-
1 gildi: Forkaupsréttur (Pre-emption), skóggræðsluréttur
ee Claim) og heimilisréttur (Homestead). Sami maður gat not-