Saga - 1975, Page 116
110
BERGSTEINN JÓNSSON
bjuggu þar til sumarsins 1880. Þarna lærðu Islendingarnir
skógarhögg og ýmislegt annað, sem átti eftir að koma sér
vel fyrir þá. En þeir festu ekki yndi, og þegar séra Páll
Þorláksson sendi þeim orð um, að hann hefði fundið gnægð
ónuminna landa í norðausturhorni Dakota Territories,
norður undir Manitoba, brugðu fslendingar í Shawano við
allir sem einn og fluttust útnorður þangað. Var þetta um
800 mílna löng leið og tók þá átta vikur, sem fluttu bús-
muni landnemanna á uxakerrum og ráku gripi þeirra. Auk
Wisconsin-lslendinga voru það landar frá Nýja fslandi og
Minnesota og nokkrir komnir beint að heiman, sem stofn-
uðu íslenzku byggðina í Pembina á árunum eftir 1878.
Þarna reisti Jón frá Mjóadal síðara bú sitt af þeim
tveimur, sem hann stofnaði vestra. Var það á section 18
í Garðar township, og þar bjó hann til vors 1886. Þá af-
henti hann búið Jóni syni sínum, sem var nýlega kvæntur
Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Smiðsgerði í Kolbeinsdal
í Skagafirði.* * * * * * 9)
Gömlu hjónin voru áfram á heimili sonar og tengda-
dóttur, og má gera sér í hugarlund að ekki hafi væst um
þau í reisulegum húsakynnum og á fjölmennu heimili, þai'
sem jafnan voru talsverð umsvif auk venjulegra bústarfa.
Börn yngri hjónanna urðu alls 13, og komust 11 þeirra
upp. Ekki lagði Jón eldri öll störf á hilluna, þótt hann
brygði búi. Fékkst hann eftir sem áður talsvert við bók-
band, meðan heilsan entist.
Sigurbjörg dó í apríl 1904 og hefur þá verið alveg um
áttrætt. Var hún blind sjö síðustu árin.
að alla þrjá réttina. Þeim fyrsta og síðasta fylgdu þau ákvæði, að
búa þyrfti á landinu í þrjú ár. Þeir sem skóggræðsluréttinn notuðu,
urðu að rækta 6000 tré, og væru þau með lífi eftir að búið var að bua
á landinu í þrjú ár, fékk landnemi eignarréttinn." ( Thorstina Jack-
son: Saga íslendinga í Norður-Dakota. — Winnipeg 1926. — Bls-
31—32).
9) Þau voru bræðrabörn, Guðbjörg og séra Friðrik Friðriksson
í KFUM.