Saga - 1975, Síða 125
MANNLÍF f MJÓADAL
119
ar* Hann fékkst við sundkennslu, auk kennslu í bóklegum
greinum, var bóka- og fræðimaður talsverður og hagmælt-
ur- Eru syrpur hans varðveittar í Landsbókasafni.13)
Fyrsta dag í góu, sunnudaginn 20. febr., voru tvö lömb
tekin af Jóni Einarssyni á Ljótsstöðum; en fleiri voru þeir
vetur og vor en hin, að Mjóadalsmenn tóku fé og jafnvel
hross af verr stæðum sveitungum, sem bjuggu við meiri
snJóþyngsli eða settu ógætilegar á hey sín en þeir gerðu.
Hinn 24. febr. fór dagbókarhöfundur „yfir í Ishól og óf
t*ar 10 álnir.“ Virðist Jón hafa verið laginn og margt til
^ista lagt. Lengst fékkst hann við bókband á vetrum, bæði
fyrir sjálfan sig og aðra, og hélt hann lengi sérstakan
reikning yfir þá iðju sína. Ennfremur fór hann oft af bæ
fil þess að vefa, hlaða veggi eða vinna að húsasmíðum.
Svo er að sjá, þótt þess sé hvergi berum orðum getið í
^agbókinni, að bókbandið hafi Jón lært hjá Grími Laxdal
a Akureyri. Nokkrum sinnum segir frá því, að Jón stund-
ar bóksölu.
Hm mánaðamótin febrúar og marz 1853 fóru sex upp-
skriftamenn i hóp að Ishóli. Virtu þeir búið þar á 800rd,
»öll fjárhús og hlöður lagt í ofan á lag. Beitarhús 4rd.“14)
Laugardaginn 5. marz „fór ég á stað að sækja tré til
Lirkjunnar; hélt ég í Litluvelli. . 1 þeirri för voru sjö
manns, og héldu þeir á sunnudeginum í Þórðarstaði og
Lelgsá í Fnjóskadal. Næsta dag komu þeir til Akureyrar,
°g var Jón um nóttina hjá Grími Laxdal. Ekki hafa þeir
!.engi drollað í sollinum á Akureyri: „Tókum við trén upp
a Eyrarland og héldum við í Háls og Fornastaði. . .“
þriðjudaginn 8. marz. Þá var sólbráð og eins næsta dag,
13) — Páll E. Ólason: íslenzkar æviskrár III., Reykjavík 1950.
— Ólafur Þ. Kristjánsson o. fl.: Kennaratal I., Rvík 1958.
U) >,Á íshóli býr Þorgrímur, f. 1784, d. 1852, Þorgrímsson
809—1852, síðan ekkja hans og seinni kona (Sigríður Sigmunds-
°ttir) nokkur ár, unz Guðni sonur þeirra tekur við. Hann býr þar
853 1872“. (Indriði Indriðason).