Saga - 1975, Side 130
124
BERGSTEINN JÓNSSON
Hinn 11. sept., sem var sunnudagur, fór Jón við áttunda
mann „í framgnngur fyrir Sigurð á Ljósavatni."21) Næsta
dag lauk heyskap í Mjóadal, og segir Jón þá: „Hefur heyj-
azt í betra lagi, nýtingin góð, grasspretta í meðallagi, sums
staðar betur. Hér hefur verið [verið] við heyskapinn í 8
vikur; fékkst af vellinum 90 baggar, en af útheyi 400 bagg-
ar.“
Miðvikudaginn 14. sept. var réttað, og voru „illar heimt-
ur hjá mörgum.“ í Mjóadal vantaði t.d. 26 lömb og 12 full-
orðnar kindur.
1 „viðurauka" við september segir m.a.: „23. í stórhríð-
arbylnum fennti hér 34 kindur. Af þeim hafa fundizt 14,
en 20 eru ekki fundnar enn. Át dýrið eitt lambið í fönninni.
Víðar hefur fennt og drepizt í þessari hríð, en fundizt
miklu framar en hér, því snjórinn er hér svo fastur, að
ekki er hægt að leita í honum, og ekki veit ég til að nokk-
urs staðar vanti nú eins margt og hér.“
Hinn 4. október fundu Mjóadalsmenn 8 kindur í snjó,
„4 dauðar, en 4 með lífi, og hafði tófan grafið ofan á
þetta.“ Næsta dag fór Jón bóndi út í sveit til þess að kaupa
lömb í skörð hinna týndu.
Laugardaginn 8. okt. fara bræðurnir Jón og Benedikt
í seinustu göngur frá Mjóadal: „Fundum við 3 kindur;
heimti pabbi 1 lamb, en ég sjálfur átti annað, sem við
héldum í snjó væri.“ Og hinn 11.: „Komu fyrir 2 ær úr
fönninni. Fundum 6, var ein með lífi. Vantar nú 2, sem
ekki hafa fundizt, og á ég ána. Komu fyrir 2 lömb í Kiða-
gili, sem við héldum í snjó.“
Annars líður október þannig, að öðru hvoru snjóar, og
um vetumætur snýst sunnan bjartviðri í frost með norðan
stórhríð. Eftirmæli sumarsins eru þessi: „Hefur það verið
gott, en stutt nokkuð. . .“
Eitthvað var að vanda unnið við „rústarverk" í Mjóa-
21) Sigurður Guðnason hreppstjóri og umboðsmaður.