Saga - 1975, Page 131
MANNLÍF I' MJÓADAL
125
dal þetta sumar: „Byggðir 80 faðmar af vallargarði, giltur
upp stofuveggurinn að sunnan og götuhúsið ytra byggt, en
ekki fullgert fyrir snjó.“
Fé skarst illa þetta haust. Ekki er þess getið, hversu
margt sláturfé Mjóadalsmenn seldu í kaupstað, en tæplega
hefur það numið miklu. Heima var slátrað 18 sauðum þre-
vetra, 2 tvævetra hrútum, 8 veturgömlum kindum, 9 ám
°g tveimur geitum. Samtals voru þetta 39 skepnur, en 10
fórust í snjónum og 8 vantaði af fjalli.
Sunnudaginn 30. okt. fór Jón til kirkju og var til altaris.
ym nóttina var hann ásamt 12 kirkjugestum veðurtepptur
a Halldórsstöðum, en brauzt við illan leik heim daginn
eftir.
Heldur var veður óstillt með tíðum þíðum framan af
nóvember. Sunnudaginn 13. komu „ásetningsmenn, Ingj-
aldur og Ásmundur, og eftir ágizkan þeirra og okkar eru
heyin rúmlega 260 hestar.“
Því miður vantar það blað í bókina, þar sem verið hafa
ferslur fyrir desember þetta ár.
Ánnað dagbókarár Jóns hefst með sömu annálsgreinum
°S hið fyrsta. En nú eru allir mánuðirnir tvínefndir, þ.e.
fyrst er venjulega nafnið — með latínuendingu þó — en
Slðan koma íslenzk nöfn: Miðsvetrarmánuður, föstuinn-
&angsmánuður, jafndægramánuður, sumarmánuður, sáð-
tíðarmánuður, nóttleysumánuður, miðsumarsmánuður, hey-
ailnamánuður, aðdráttarmánuður, slátrunarmánuður, bið-
lrnamánuður, — desember vantar.
Árið 1854 byrjar Jón á því að fara til kirkju á Lundar-
lekku og á fund á sama stað, þar sem umræðuefnið var
estrarfélag. En fimmtudaginn 5. janúar hélt hann áleiðis
að Kaupangi, og þar og á Akureyri er hann síðan til 10.
marz. Hefur hann greinilega dagbókina með, og eftir síð-
ari upplýsingum að dæma hefur hann verið að læra bók-
and þennan tíma.
I Kaupangi skrifar hann ýmislegt dagbókarfærslum