Saga - 1975, Page 132
126
BERGSTEINN JÓNSSON
óskylt í kompu sína, t. d. alllangar greinar undir fyrirsögn-
um eins og: „Að gera blek“; „Rautt blek“; „Sínóber blek,
hárautt".
Eftir heimkomuna skrifar hann líka í dagbókina um-
burðarbréf frá forseta Lestrarfélagsins, fyrri hlutann að
loknum færslum fyrir marz, síðari hlutann, félagaskrána,
lögin og bókalistann að loknum maí.
Eins og oft endranær gekk á ýmsu með veður í apríl
1854, og talar Jón um „óstillingarofsa“. Annað veifið
kyngdi niður snjó, sem reyndist sannkölluð aprílmjöll.
Sumardaginn fyrsta var bjartviðri og sólbráð, næsta dag
norðan hríð, en fyrsta laugardag í sumri sunnan átt „með
sólbráð og þægilegum gusti.“
Veturinn fær svo þessi eftirmæli: „. . .hefur . . . verið
vondur hér norðanlands, einkum upp til dala, en góður með
sjó. Hefur hann þótt hinn versti hér í Bárðardal, og urðu
heiðarbúar hér sumir heylausir og niðri í dalnum margir
tæpir.“
Alls voru 274 álnir vaðmáls ofnar í Mjóadal veturinn
1853—54, og greindist það í haustullarvef, vaðmál í skyrt-
ur og föt, rekkjuvoðar- og brókarvaðmál, svart vaðmál,
svuntu- og þverpokaverk.
Hinn 29. apríl var merkisdagur í lífi dagbókarhöfundar,
því að þann dag „smíðaði ég ljá í fyrsta sinni.“ Þá var
Magnús Jónsson nýfarinn, en hann var í Mjóadal 23.—28.
apríl og smíðaði þar 4 ljái, handöxi, brauðhníf, kollustrokk
og fleira smávegis.
Maí byrjaði eins og apríl endaði — með hríð og kulda.
Hinn 8. var fundur á Stóruvöllum: „Umtalsefnið var um
jarðabætur, fjárrækt og fleira.“ Daginn eftir kom sr. Jón
í húsvitjun að Mjóadal.
Lestrarfélagið er einn markverðasti félagsskapurinn a
slóðum Jóns þessi misseri. Er því sjálfsagt að staldra ögn
við það, auk þess sem um það verður síðar getið, eftir þvl
sem tilefni gefst.
Félag þetta taldist stofnað af nokkrum mönnum í EyJ'