Saga - 1975, Page 134
128
BERGSTEINN JÓNSSON
Réttað var miðvikudaginn 13. sept., og voru lieimtur
slæmar. „Þegar við komum heim af réttinni, vantaði 15
lömb og 16 fullorðið."
Mánudaginn 18. sept. var síðast slegið þetta sumar, en
hirðingu lauk laugardaginn 23. Heyfengur var nálægt 508
baggar af útheyi, 85 af töðu og 8 af sáðgresi. Telur Jón
grassprettu naumast nokkru sinni hafa verið jafngóða.
Enn kom Jónas jarðyrkjumaður 26. sept., og var þá
plægt upp aftur.
Með október hófust fyrst kuldar með stormi og síðan
mikilli snjókomu. Heldur skánaði veðrið, þegar vika var
af október.
Aðfaranótt föstudagsins 13. okt. gerði mesta veður, sem
gert hafði á sumrinu. Þann dag kom Jónas á Veigastöðum
„í bónorðsför til Jónu fyrir Þ.“24)
Þetta liðna sumar byggðu Mjóadalsmenn 55 faðma af
vallargarði; götuhúsið sem eftir var og hlöðu við; stafn í
sauðahúsi hækkuðu þeir og byggðu yfir það að nýju; loks
þöktu þeir stofuna, bæjardyrnar, smiðjuna og baðstofuna.
Heimtur voru skárri en s.l. ár. Vantaði tvær fullorðnar
kindur og átta lömb. „Þar að auki fórust 3 fullorðnar úr
höfuðsótt í sumar.“
Sunnudaginn 19. nóv. fór Jón til kirkju. Var þá minnzt
á Lestrarfélagið, „og varð endir á því, að setja skyldi hið
bráðasta fund, sem allir félagsmenn kæmu saman á.“ —- Sa
fundur var haldinn á Stóruvöllum laugardaginn 2. des.
Vikuna 19.—24. nóv. var Jón á ferð til Akureyrar, lík'
ast til í erindrekstri fyrir sjálfan sig.
Frá 10. des. eru með köflum ákafar hríðar og hörð frost-
veður. Á jóladag er Jón við messu og var síðan veður-
24) „Jónas frá Sigluvík býr á Veigastöðum 1854—56. Hann var
giftur systur Þórarins Þórarinssonar, er bjó á móti honum, ókvænt'
ur, 27 ára í langfeðgabyggð. Þórarinn giftist nokkrum árum síðar-
(Indriði Indriðason). — Á Jónu, góðar gáfur hennar og ólán, el
m. a. drepið í bók Jóns Sigurðssonnr, Yztafelli: Bóndinn á Stóru-
völlum, Reykjavík 1953. — Bls. 18—19.