Saga - 1975, Page 136
130
BERGSTEINN JÓNSSON
flögum [fyrir] ofan lækinn og sáðu í höfrum. Voru 2 daga,
og kostaði allt yfir höfuð, manngjöldin, plógslánið, akfæri
og herfi, líka 4ra hesta lán, 5rd44sk.u
Byggingarvinnu þetta vor telur Jón sem hér segir: ,,40
faðmar af vallargarði; göngin að utanverðu og hækkað
eldhúsið og settur þilstafn á. Hækkuð hlaðan utan undir
og byggður veggur inn milli hússins og hennar. Byggt
náðhús.“ Þá er minnzt á hálfu dagsláttuna, sem plægð var,
og þess getið að túngarður sé í tiltekna stefnu orðinn 235
faðma langur og vanti aðeins 15 faðma á fulla lengd.
Rétt er að vekja athygli á, að árið 1855 er á þessu af-
dalabýli ráðizt í að reisa náðhús. Algengast var í sveitum
á Islandi — og sjálfsagt líka í þéttbýli — langt fram á
tuttugustu öld, að fólk gekk örna sinna á fjósflór, í fjár-
húsum eða úti um hvippinn og hvappinn. Einkum gat ver-
ið varhugavert að stíga niður á afviknum stöðum í húsa-
sundum eða við garðshorn heima við hús og bæi.
Hinn 31. júlí „fór Bárðardals Höndlunarfélagið inn á
Akureyri. . .“
Getið er um „veikindi mikil“, sem gengu frá júlímánuði.
Þriðjudaginn í 16. viku sumars „var hirtur völlurinn,
og fengust 100 baggar af honum.“ Hefur töðufengur auk-
izt heldur með hverju ári.
Um veðráttu segir svo í sept. 1855: „Veðráttufarið yfír
þennan mánuð hefur verið óstillt og vindasamt, svo að
heyskaði hefur orðið hjá sumum meira og sumum minna-
Var hér hætt að heyja um miðgöngur, og hefur heyjazt
í betra lagi. . . Heyin eru lítið eitt ríflegri en í fyrra.“
Þrettán kindur voru seldar í kaupstað, og átti Jón yngi’1
tvær. Samtals fékk hann 12rd fyrir þær, eða fyrir kjöt
Ijrdgsk lísipundið26); mör 20sk pundið; skinn 80sk af fnll'
orðnu.
Ekki getur Jón annarrar úttektar sinnar í kaupstaðnum
að þessu sinni en bóka; þær keypti hann fyrir 12rd. Ekki
26) Lísipund eða líspund = 16 pund.