Saga - 1975, Page 142
136
BERGSTEINN JÓNSSON
finnu] — til séra Jóns34) [og] síðan til Finsens á Akur-
eyri til lækningar. Nokkru áður var farið ofan í Háls til
séra Þorsteins35) eftir meðölum handa henni og móður
minni, og varð móðir mín betri en áður.“
Um vorið er framhald sjúkdómssögu þessarar: „10.
þessa maí mánaðar fór ég inn á Akureyri eftir Guðfinnu
systur minni (og kom aftur þ. 15.). Hefur hún verið þar
til lækninga á tíundu viku hjá J. Finsen og hjá sr. Jóni á
Eyjardalsá í 4 vikur. Kostnaður á lækningum hennar er:
Til Finsens 9rd, til sr. J. 8rd, fyrir meðöl 14rd, en fyrir
fæði á Akureyri 17rd. Alls eitthvað nálægt 50rd, utan smá-
vegis, svo sem ferðir, bæði að flytja og sækja hana o.s.frv.
— Fyrri heilsu sinni hefur hún ekki náð og mun varla ná.“
Vegna skorts á vitneskju um eðli sjúkleikans sem Guð-
finnu hrjáði, er ekki kleift að leggja út af sögu þessari. En
innsýn veitir frásögnin í gang mála, þegar veikindi lögð-
ust á þá, sem fúsir voru og töldu sig hafa efni á að leita
allra tiltækra ráða til úrbóta.
Árið 1856 fæddust 8 börn í Lundarbrekkusókn, þrír
dóu, 11 voru fermdir og 6 gengu í hjónaband (þ.e. þrenn
pör).
Enn ein eyða er í dagbókinni frá lokum janúar og fram
í maí 1857. Þá er vikið að þjóðþrifamáli, sem lífseigt hefui’
reynzt, þótt aldrei hafi það hrósað fullum sigri. Er það
eftir eyðuna að raktir hafa verið nokkrir liðir, líkast til
í fundarsamþykkt:
„4. var eins konar hvatabréf — sem lesið var upp —
að ganga í tóbaksbindindi með þar til fylgjandi lögum, og
voru nokkrir þar undir skrifaðir, sem gengnir voru í þnð
félag, og nokkrir bættust við, meðal hverra ég var einn
34) Séra Jón Austmann var um skeið aðstoðarmaður Gísla
læknis Hjálmarssonar. Síðar gerðist hann homopati eða sma-
skammtalæknir, en þess háttar lækningar voru lengi vinsælustu
skottulækningar hérlendis.
S5) Séra Þorsteinn Pálsson á Hálsi var einn helzti forgöngumað-
ur homopatiskra lækninga hérlendis.