Saga - 1975, Page 144
138
BERGSTEINN JÓNSSON
azt minna en í meðallagi, því grasspretta var lítið eitt
betri en á næsta sumri; völlur var aftur í bezta lagi, og
það sem nú er minna af engja heyi yfir höfuð, gömlu og
nýju, en í fyrra haust, þá er taðan þeim mun meiri."
Þetta haust er húsleki meiri í Mjóadal en nokkru sinni
áður.
Það segir sína sögu um, hversu háðari íslenzkir bænd-
ur voru þá en nú eigin framleiðslu, en minna valt á að-
dráttum úr kaupstað, að þá voru 17 kindur reknar frá
Mjóadal til slátrunar á Akureyri, og átti Jón bóndi ein-
ungis 6 þeirra, — börn hans hinar. En 19 þrevetra sauðir
voru „brúkaðir til niðurlags og skurðar" heima fyrir og
alls 44 kindur.
„Byggingar- og rústarverk í sumar er: Hesthús og
hlaða við, tekur nær 60 bagga. Hlaða við sauðahús, tekur
vel 40 bagga.“
Þennan vetur hefur Jón enn sem tvo undanfarna birgt
sig vel af bókum frá Lestrarfélaginu, þó að því hefði ekki
á því bili bætzt bókakostur nema Ársrit Prestaskólans.
Árinu 1857 lýkur Jón með þessum orðum: „Fjármark
mitt, ný upp tekið, er: Sneitt aftan hægra, sneitt aftan
og gagnbitað vinstra."
Fyrstu vikuna í þorra getur Jón þess, að Árni Jónsson
á Halldórsstöðum hafi verið í Mjóadal „til þess að hafa
dálitla tilsögn af mér í skrift.“
Hinn 3. marz 1858 er rétt einn bændafundurinn haldinn
á Stóruvöllum, en til bændafunda má rekja mörg merk-
ustu félagsfyrirbæri meðal Þingeyinga þessi árin. Af
þessum fundi segir svo í dagbók Jóns:
„Fundur var haldinn á Stóruvöllum 3. þ.m. af bændum
viðvíkjandi fjártillagi þeirra, sem þeir höfðu lofað til
skaðabóta Húnvetninga með niðurskurð fjár þeirra fy1'11’
pestina sunnlenzku. Lofaði hér hver búandi bóndi tólfta
hluta fjár þess, er þeir tíunduðu á vori komandi. Þar að
auki framlögðu þeir — bændur — á fundinum lofoi
vinnufólks, sem urðu nær 60rd (ég lofaði lrd). Fundurinn