Saga - 1975, Page 148
142
BERGSTEINN JÓNSSON
Enn getur Jón um bændafund „haldinn á Stóru[völl-
um] 26. þ.m. viðvíkjandi verzlunarfélögum og jarðabótum
með fleiru, og var fjölmennur."
Þennan vetur voru 360 álnir alls ofnar af vaðmáli í Mjóa-
dal af sjö mismunandi tegundum. Þar af voru 105 fyrir
aðra. Sjálfur óf Jón yngri 164 álnir af þessu öllu.
Um miðjan júní hlýnaði í veðri eftir nokkurt kuldakast,
og tóku þá grös óðara að grænka. Mánudaginn í 9. viku
sumars var fært frá 73 ám í Mjóadal. Um sömu mundir
var plægt og sáð í jörð.
Dagana 13. til 20. júní var Jón yngri í „byggingarverki
út[i] á Jarlsstaðaseli (sem á að verða nýbýli)."39)
Eftirfarandi upplýsingar um stærð og samsetning bús-
ins í Mjóadal eru athyglisverðar: „Fjártalið um og eftii'
fráfærur: Sauðir 51, gemlingar 62, ær 84, lömb með dilk-
um utan gimbrarlömb 83, til samans 280.
Merk. að hér eru ei með taldir landskuldar gemlingar,
sem engir komu í vor. Aftur hefur bætzt við 3 ær, 1 sauð-
ur, 3 gemlingar og 3 lömb, sem Sigur[björg] kom með. En
alls er það sem börn og vinnuhjú eiga nálægt þessu: Sauð-
ir 6, ær 17, gemlingar 12, lömb 17, samanlagt 52. Þar af
á ég 2 sauði, 3 ær, 2 gemlinga og 3 lömb.
Það sem af er sumrinu nú hefur skepnutjón orðið þetta:
2 ær, 1 gemlingur, 3 unglömb.“
Þetta sumar var heyskapartíð í örðugra lagi í Mjóadal,
og náðist heyið loks saman meira og minna skemmt og
hrakið. Um heyskaparlokin að þessu sinni segir annars.
„Heyskapnum var hætt á laugardag í 22. viku þessa sum-
ars, og hefur grasspretta mátt heita í betra lagi, en hey
yfir höfuð, nl. með gömlum heyjum, með mesta móti. Af
nýju heyi hafa fengizt 370 baggar (þar af voru fyrir utan
Grjótá 116 baggar). Hey eru yfirhöfuð með lakari verkun
39) Þar bjuggu til 1878 hjónin Sigurbjörn Hansson frá NeslÖn
um og Aðalbjörg Jónsdóttir frá Mjóadal. En 1878 fluttust þau ves
ur um haf. (Upplýs. Indr. Indriðasonar).