Saga - 1975, Page 152
146
BERGSTEINN JÓNSSON
fengust 100 baggar, og þá var búið að fá af útheyi 140
bagga. — Þ. 21. kom fjarska mikið sunnanveður, og tap-
aðist hér af útheyi ekki minna en 5 baggar. Það var 1 18.
vikunni. Var þá búið að fá 200 bagga af útheyi. Seinustu
daga mánaðarins var öðru hverju hríð og snjóaði tölu-
vert. —“
0g september: „Tíðin er enn nú alltaf votviðrasöm og úr-
komumikil. 1 19. vikunni snjóaði svo, að ekkert varð verið
að heyvinnu þrjú og fjögur dægur, og seinustu dagana af
þessum mánuði mátti til með að hætta heyskap fyrir hríð-
um og hretviðrum. Nokkrir þurrkdagar gáfust um réttir.
Þann 7. október, hálfum mánuði fyrir vetur, komu góðir
þurrkdagar, svo að hey náðust, sem ekki var búið að súlda
inn áður, og voru þá um leið slegnir hér 20 baggar. öll út-
hey eru þó tæplega 400 baggar.“
Þetta haust er getið um aðdrætti, sem Jón hefur ekki
nefnt áður. Fer hann fyrir Sigurbjörgu konu sína út á
Tjörnes eftir skarfakáli, og tók ferðin alls fimm daga.
Enn er bústofn Jóns yngri ofturlítill, þegar hér er kom-
ið: 6 ær, 5 sauðir og 8 lömb. Eitt lamb vantaði hann af
fjalli, tvö hafði hann misst „í sumar eða haust og 2 se1’
síðan í fyrra haust, og sauð.“ Hafði hann þá misst alls 6
kindur á einu ári. Þetta haust fargaði hann fimm skepn-
um alls, „er gerðu nálægt 24rd48sk.“
Loks lýkur ári þessu á sérlega hægferðugan hátt, og
er eftirfarandi allt og sumt sem dagbókin hermir um nov.
og des. 1859: „Þegar hálfur mánuður var af vetri gerði
miklar þíður, og góð tíð og jörð hefur viðhaldizt það sem
af er vetrinum allt fram að nýári. Ekki farið að gefa lömb-
um fyrr en á jólaföstu og ám ekki fyrr en um jól. —
10. desember fór ég ofan í Háls eftir meðölum handa
konu minni.
1. sunnud. í jólaf [östu] var ég við kirkju mína í tíunda
og síðasta sinn á þ. ári. —
Á umliðnu ári hefur verið byggð baðstofa og ögn út[JJ
í Jarlsstaðaseli.“