Saga - 1975, Page 153
MANNLÍF f MJÓADAL
147
Helztu ótíðindi útmánaða ársins 1860 var mannskæð far-
s°tt, sem að minnsta kosti geisaði frarn í apríl; en þann
niánuð dóu úr henni 5 í Lundarbrekkusókn, og hafði hún
þá lagt þar 12 að velli frá áramótum.
Eftirfarandi tölur úr reikningi þessa árs gefa til kynna,
hversu viðbúinn Jón var því að hefja búskap á eigin spýtur
°g af eigin efnum: „Peningaeign mín við endi þ.m. [maí
1860] er: 1 Samskotasjóði 40rd, heima hjá mér 3rd og hjá
öðruin I36rd — til samans = 179rd.
Fémunir Sigurb. Stefánsd. 1858, þegar hún kom hér:
í Peningum 50rd, í skepnum 8 ær, 1 sauð, 8 gemlingar. —
•Nýleg reiðtygi og nýlega kistu, nýtt rúm og 3 frð. af hreið-
ui“dún m.fl., til að m[ynda] í bókum, smáhirzlum og borð-
ánaði, og þar að auki vel fötuð.“
^f þessu ætti að mega álykta, að hjúskapur þeirra Jóns
eg Sigurbj argar hafi fremur verið girndarráð en til fjár,
Pi'att fyrir miseldrið, sem meira mun í augu stinga nú en
gei’ði þá. Jón virðist hafa verið umhyggjusamur eigin-
Piaður, því að færsla sem þessi er ekki eins dæmi í dagbók
ans: „Við byrjun þessa mánaðar fylgdi ég Bjarna
®knin) jnn 4 Akureyri, sem sóttur var hingað vegna
0nu minnar. Ferð hans kostaði 9rd.“
i\t ®eyskapur og heyskapartíð var stórviðburðasnauð í
Jóadal sumarið 1860, og að lyktum segir Jón þar um:
»Hý hey eru heldur minni en í fyrra, alls 300 baggar, en
ganialt rúmir 100 baggar.“
Enn eru Sunnlendingar á ferð nyrðra í fjárkaupaerind-
nPi. Fóru þeir suður Sprengisand í 22. viku sumars með
^alft fjórða hundrað fjár, þar af frá Mjóadal 6 ær mylkar,
Jeturgamlar og 3 lömb. Voru ærnar seldar á 4rd til jafn-
aðar.
4l\
Kh Bjarni Thorlacius (1823—1867) hafði lært læknisfræði við
narháskóla, en ekki lokið prófi. Hann var um skeið aðstoðar-
n,r hjá Jóni Finsen héraðslækni á Akureyri, en frá 1860 til
héraðslæknir í Austfirðingafjórðungi.