Saga - 1975, Page 154
148
BERGSTEINN JÓNSSON
Við nóv. 1860 lætur Jón þess getið, að tíund föður hans
sé 1514 hundrað, en fátækra útsvar 180 fiskar, „rúmum
tveim hlutum meira en í fyrra og enda nokkurn tíma hef-
ur verið.“
Við árslokin getur Jón þess, að þá hafi hann alls látið
af hendi rakna til Lestrarfélagsins 6rd26sk. Og á jóladag
er hann við kirkju í tólfta og seinasta sinni á árinu.
Þegar hér er komið sögu er greinilega orðið þyngra
undii' fæti hjá Lestrarfélaginu en verið hafði fyrstu árin.
Kunna þeir erfiðleikar að hafa verið af mörgum rótum
runnir, en frásögn Jóns í marz 1861 lýsir þeim nokkuð:
„Sjötta þessa mánaðar á miðvikudaginn á annarri viku góu
var loks haldinn Lestrarfélagsfundur á Halldórsstöðum,
en eins og oft til ber heldur fámennur, aðeins átta af
fjórtán. Tvö ár voru þá liðin frá því reglulegur fundur
hafði verið haldinn. Fyrst var nú samþykkt breyting lag"
anna; þar næst athugaðar bækur félagsins, hvað til var
og hvað vantaði; síðan jafnað niður á menn skuld félags-
ins og tveggja ára tillög þess, er gerði 4rd á mann. 1 fjórða
lagi gerð áætlun fyrir útgjöldum félagsins næsta ár, og
eftir því átti tillag hvers að verða lrd16sk. Skyldu þessir
5rd16sksk borgast fyrir næstu fard[aga]. 1 fimmta máta
var gengið til atkvæða hverjir fyrir félaginu skyldu verða,
og urðu það þessir: Jón Austm[ann] (forseti), Jón u
Bjarnast[öðum] (féhirðir), Jón á Lundarb[rekku] (bóka-
vörður), og var félaginu nú skipt í þrjár deildir í stað
fimm. — Nú í tvö ár hafa 5 flutt sig úr fél., en 3 sagt sig
úr því. Tveir gengu nú í það. —“
Þennan vetur misstu Mjóadalsmenn 7 kindur, flestar ui
höfuðsótt. Auk þess seldu þeir Húnvetningum 3 kindur, en
þeir komu þá til fjárkaupa í Þingeyjarsýslu eftir sinn um-
deilda niðurskurð.
Þegar Jón hefur í maí 1861 fært inn reikning yfir k®k
band sitt frá 1860 til 1861, gert grein fyrir efnahag þeS®
og peningaeign sjálfs sín, segir hann: „Tíðarfar yfin mal