Saga - 1975, Síða 158
EINAR BJARNASON
Ætt Einars á Hraunum
í Fljótum Sigurðssonar
Þegar manntalið er tekið 1703 býr á Hraunum í Fljótum
Einar Sigurðsson, 46 ára. Hann er þá kvæntur Þórunni
Guðmundsdóttur, 45 ára. Böm þeirra sem þá eru hjá
þeim eru Sigríður 20 ára, Ásgrímur 18 ára, Sigurður
eldri 15 ára, Sigurður yngri 12 ára, Magnús 6 ára og
Þuríður 4 ára. Hjá Einari er þá móðir hans, Guðrún Jóns-
dóttir, ekkja, 78 ára. Þá eru á Hraunum 5 vinnumenn og 7
vinnukonur og loks er þar eitt tökubarn, Þorsteinn Jónsson,
7 ára gamall, sem eftir nokkrum líkum að dæma kann að
vera ættaður úr Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði.
Þegar jarðabók Á. M. og P. V. er samin yfir Fljótin,
árið 1709, býr Einar enn á Hraunum. Bústofn hans er þa
vel í betra lagi, eftir þeirrar tíðar hætti, en hlunnindi mikil
fylgdu jörðinni, og mátti fá mikla björg af henni, sjálf-
sagt töluverðu meira en hlunnindaskrá jarðabókarinnar
gefur í skyn. Eftir öllu að dæma hefur Einar verið í góðurn
efnum og jarðeign á hann 1709, 15 hundruð í Stóra-Grilli
í Fljótum. Kona Einars var af einni beztu bændaætt i
grenndinni. Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Siglu'
nesi Jónsson bónda á Lambanesi í Fljótum Guðmunds-
sonar, sem talinn er hafa búið á Siglunesi og hafa verið
sonur síra Jóns prinna Jónssonar, sem síðast var prestur
þar, en hafði verið víða áður. Ættfærslan á Guðmundi
langafa Þórunnar kann að vera rétt, en hann er ekki
kunnur úr skjölum svo ég viti, og verður því að telja ætt-
færsluna óvissa enn.
Kona Jóns á Lambanesi var Steinvör Ólafsdóttir. Eftir
ættartölum, sem sumar raunar fara rangt með konu JonS,
má ætla, að faðir hennar hafi verið ólafur bóndi á Hraun-