Saga - 1975, Page 162
156
EINAR BJARNASON
Hraunum var af Fljóta-Brandi komin. Sögnin um ætt
hennar bendir til þess, að hún hafi verið komin af fólki,
sem jafnræði hafði með foreldrum Þórunnar konu Einars.
Guðrún hefur eftir þessu líklega verið kynjuð úr Fljót-
unum og búseta Einars þar hefur sennilega verið sprottin
af þeim ástæðum. Það er því sjálfsagt til föðurættar hans
vísað þegar sagt er í ættartölum Espólíns: ... ættaður
norðan að ...“ Sennilegt er, að Espólín hafi þessi fáu
orð um ætt Einars frá eldra höfundi, en sá maður hefur
líklega verið í Skagafirði. Hvort sem svo hefur verið
eða ekki kemur það mönnum úr öðrum landsfjórðungum
kynlega fyrir þegar maður, sem alla búskapartíð sína
virðist hafa búið á einu hinna nyrztu annesja norðan-
lands, er talinn ættaður að norðan, en norðlenzkir menn
skilja, að hér er átt við það, að ættar hans sé að leita aust-
an Eyjafjarðar, helzt austan Tjörness, með því að ef hann
hefði verið úr sveitunum sem nær lágu Skagafirði, hefði
án efa verið komizt öðru vísi að orði, og því óákveðnara
sem orðalagið er, því meiri ástæða er til að ætla, að heim-
kynni hans hafi verið fjarri Fljótum. Hinsvegar er ekki
hægt að búast við, að austar en í Vopnafjörð þurfi að
leita ættar Einars.
Eftir því, sem nú hefur verið sagt má telja nokkurn
veginn víst, að faðir Einars hafi búið á svæðinu, sem
takmarkast af Tjörnesi að vestan en Vopnafirði að austan,
hann hafi verið af presta- og lögréttumannaættum og þvl
hljóti að vera mjög skammt að rekja til fólks, sem kunnugt
er úr ættabókum og öðrum heimildum.
1 Háakoti í Fljótum búa árið 1703 hjónin Eiríkur
Pétursson og Bergljót Sigurðardóttir, hann 41 árs, e11
hún 39 ára. Hjá þeim eru þá börn þeirra, Sólrún 8 ara,
Magnús 7 ára og Ólafur 6 ára. Þau búa 1709, þegar jarða-
bókin er samin, á Hóli í Fljótum, en hafa lítið bú. Þó el
Eiríkur í áliti og annar þeirra sem aðstoðar við samningu
jarðabókarinnar í þeirri sveit. Sonur hans einn, Sigurðui
að nafni, sem ekki er fæddur þegar manntalið er tekið