Saga - 1975, Page 163
ÆTT EINARS Á HRAUNUM
157
1703, gekk í Hólaskóla og réðst síðan í þjónustu Björns
syslumanns á Burstarfelli Péturssonar en varð svo prestur
a Skeggjastöðum. Það sem athygli vekur um þetta fólk er
hið sjaldgæfa nafn Sólrún á dóttur þeirra. Nafn þetta
Þekkist óvíða á kunnu fólki annarsstaðar en á Austfjörð-
Um. Pör Sigurðar Eiríkssonar bendir til tengsla við Vopna-
fjörð og fleiri niðjar Eiríks og Bergljótar fóru austur.
mætti, að Eiríkur Pétursson hafi verið sonur þess
Péturs Eiríkssonar, sem 1703 býr 73 ára á Gautastöðum
1 Stíflu, en auðvitað er það bara getgáta. Bergljót kynni
að vera ættuð að austan, og væru þá tvö Sigurðarbörn í
^ljótum 1703 á svipuðum aldri, sem ættuð væru af Norð-
austur- eða Austurlandi. Sólrún Sigurðardóttir er kunn
af Austurlandi. Hún var kona Jóns bónda á Krossi í
Hióafirði Jónssonar. Sólrún mun vera fædd mjög nálægt
1600, dóttir séra Sigurðar á Refstað Ólafssonar prests á
Sauðanesi Guðmundssonar og konu hans Sesselju Magnús-
éóttur lögréttumanns á Eiðum Vigfússonar sýslumanns
IVrsteinssonar. Bróðir Sólrúnar var síra Sigfús á Refstað,
sem fæddur var nálægt 1600 en dó 1639. Kona síra Sig-
fúsar var Helga Jónsdóttir á Draflastöðum í Fnjóskadal
•lónssonar. Sá Jón mun hafa verið sonur Jóns eldra lög-
rettumanns á Draflastöðum Ormssonar lögréttumanns s. st.
lónssonar. Jón faðir Helgu og Jón silfursmiður, sem fyrr
G1' uefndur, munu vera albræðrasynir. Skipti fóru fram
eftir séra Sigfús 14. apríl 1646 og var Helga ekkja hans
Pá búsett á Svínabakka í Vopnafirði. Svo skiptist á milli
. ai'na þeirra sem hér segir: Magnús hlaut 10 hundruð
1 Ásbrandsstöðum í Vopnafirði, en af þeim hafði móðir
ans gefið honum 2 hundruð í löggjöf. Sigurður hlaut 8
Undruð í sömu jörð og sömuleiðis Ólafur bróðir þeirra.
a^dór hlaut 8 hundruð í Svínabakka í Vopnafirði, Þórunn
hundruð í sömu jörðu og Sigríður 4 hundruð í Ásbrands-
°ðum. Jarðarhluta þessa keypti Brynjólfur biskup smám
Saman, flesta eða alla, af systkinum þessum, sem oft er
Setið í bréfabók biskups, einkum Magnúsar, Halldórs og