Saga - 1975, Page 164
158
EINAR BJARNASON
Ólafs. Magnús Sigfússon mun hafa búið í Vopnafirði. Að
minnsta kosti átti hann jörðina Fell þar. Kona hans er
nefnd Guðrún Ólafsdóttir. Magnús var alllengi í Skálholts-
skóla. Hann er dáinn fyrir 1675. Halldór Sigfússon var
einnig lengi í Skálholtsskóla en lauk ekki stúdentsprófi.
Engar heimildir eru um konu hans eða niðja svo ég viti.
Hann mun vera dáinn fyrir 1675, með því að Brynjólfur
biskup segir svo í bréfi dagsettu 11. febrúar 1675:
„... bræður Magnúsar heitins, Sigfússonar vitið þér Ólaf
í Fagranesi og Sigurð, fleiri veit ég ekki ...“ Ólafur Sig-
fússon seldi biskupi hluta sinn í Ásbrandsstöðum fyrir
Fagranes í Skeggjastaðahreppi, og er hann ábúandi og
eigandi þeirrar jarðar 1695. 1703 býr þar sonur hans,
Ólafur, 38 ára að aldri, og þar er þá einnig ekkja hans,
Guðrún Ólafsdóttir, 67 ára. I ættartölubók einni segir uni
Guðrúnu dóttur Björns á Laxamýri Magnússonar: „Guð-
rún önnur Björnsdóttur giftist síra Ólafi Magnússyni á
Refsstöðum. Þ. b. Guðrún kvinna Ólafs Fúsasonar í Fagra-
nesi noröur“.
Af Sigurði Sigfússyni eru minnstar sögur. Hann mun
vera sá Sigurður á Svínabakka, sem getið er í bréfabókum
Brynjólfs biskups, en föðurnafns hans er getið þar. Hann
lifði 1675, en er að líkindum fæddur nálægt 1630. Það eru
því allar líkur til þess að hann hafi kvænzt og átt niðja-
1 sendibréfi frá Bjarna eldra Einarssyni, umboðsmann1
Brynjólfs biskups, skrifuðu á Eiðum 3. marz 1675 til
biskups, segir m. a.: „ ... Eg fann nú í gær Sigurð Sig'
fússon úr Vopnafirði og frétti að honum með sanni að S-
Sigfús, sem þér vígðuð í fyrra, hafi keypt jörðina Fell i
Vopnafirði að konu Magnúsar heitins ...“ Magnús heit-
inn er Magnús Sigfússon og S. Sigfús er síra Sigfús u
Dvergasteini Vigfússon. Biskup hafði verið að leitast við
að ná kaupum á Felli og taldi sig hafa haft loforð Magnúsar
um að selja sér jörðina, en nú hafði frændi Magnúsar ná
henni. 1 bréfi dagsettu 15. febrúar 1659 frá Hjalta lj>2'
réttumanni í Meðalnesi í Fellum Jónssyni til Brynjóns