Saga - 1975, Page 168
Bréf Valtýs Guðmundssonar
til Skúla Thoroddsens
Jón Guðnason bjó til prentunar.
SlÐARI HLUTI
Fyrstu tíu bréfin, til vors 1897, birtust í Sögu 1974, og vísast
til formála fyrir þeim þar. Hér eru birt þau sautján bréf, sem
þá voru eftir óbirt. Bréfin eru prentuð stafrétt, nema augljós
pennaglöp eru leiðrétt.
11. bréf
Stjórnin leggur ekki frumvarp til stjórnarskrárbreytingar
fyrir þingið 1897, en Skúli Thoroddsen segir í bréfi til Valtýs
6. febrúar 1898, að það hafi verið vegna mótspyrnu sinnar.
Valtýr flytur hins vegar slíkt frumvarp, og á það vísa stað-
festingu, ef samþykkt verður. Meginefni þess er, að ráðgjafi
mæti á alþingi og beri fyrir alþingi bæði stjórnlagalega og
pólitíska ábyrgð. Meðal þingmanna sem styðja stefnu Valtýs
eru þingmenn ísfirðinga, séra Sigurður Stefánsson og Skúli
Thoroddsen. Mótstöðumenn frumvarpsins hafa aðallega út a
það að setja, að í það vanti ákvæði um, að íslenzk sérmál
skuli ekki lögð fyrir ríkisráðið. Þótt landshöfðingi hafi m11'
boð stjórnarinnar til þess að skýra þinginu frá afstöðu
hennar, hníga orð hans frekar til þess að draga úr stuðn-
ingi við frumvarpið en hitt. Svo fer, að stefna Valtýs n®1
ekki fram að ganga, en í þinglok birta 16 þingmenn Ávarp
til íslendinga, þar sem þjóðin er hvött til þess að taka Þeljn
stjórnarbótum, sem í boði séu. Fylgismenn Valtýs fela hon-
um að vinna að því að fá stjórnina til þess að rjúfa Þ111^
og efna til nýrra kosninga. Rump vill nú leggja alveg árai
í bát, en Nellemann er því mótfallinn.
Khöfn, V.; Kingosgade 15 20./9. '97.
Kæri vin!
Beztu þökk fyrir samvinnuna í sumar. — Ferðin gek^
bærilega heim, en þó ekki sjóveikislaust.