Saga - 1975, Síða 172
166
BRÉP VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
Jeg hef sent R. þýðingar af nokkrum greinum í Isafold
og köflum úr greinum í Þjóðviljanum, Islandi og Fjall-
konunni, einkum viðvíkjandi upplausn þingsins. Jeg hef
og afhent honum ávarp okkar til Islendinga, sem hann
mun láta þýða.
ókonstitutionel, í bága við stjórnskipunarlögin.
greinum jdnum til Politiken. Skúli skrifaði grein um stjórnar-
skrármálið í Politiken 2. ágúst og gat framkomu landshöfð-
ingja á þingi 1897.
12. bréf
Rump íslandsráðherra er að kynna sér málið, og þyku'
Valtý því hentast að sneiða fram hjá garði hans um sinn.
Af viðræðum sínum við Nellemann telur hann þingrof víst.
— Skúli Thoroddsen svarar síðasta bréfi Valtýs 8. október
og segir: „Mér þykir bréf þitt yfirleitt flytja góðar fréttir,
þar sem N. gamli er þó eindregið með, og vona jeg, að mikið
muni um karlinn, sem fyr. — En mikið áttu nú við að stríða,
undirróður Dybdals og Ólafs ytra, en skammir nógar og van-
þakklæti héðan að heiman. — En bótin er, að þú ert óbil-
andi, og energiskari mann getur vart, enda mun ekki ai
veita; en vongóðir skulum við vera, að sigurinn verði vor,
áður langt um líður.“ — Skúli bætir því við, að lífsnauð-
syn sé að hnekkja áhrifum Vídalíns og klíku hans.
Kingosgade 15, Khöfn, V. 8. okt. 1897-
Kæri vin!
Fátt er í frjettum síðan jeg skrifaði þjer síðast, ÞV1
þeir eru seinir í svifunum stjórnarherrarnir og þurfa tima
til að átta sig á málunum.
Skömmu eptir að jeg skrifaði síðast talaði jeg við N-
og sagði hann þá að þeir R. hefðu hitzt og hann gert ráð
fyrir að fá sig til skrafs og ráðagerða, er hann (R.) v0Sl1
búinn að setja sig inn í málið. Af því jeg hef komist að
því að hann hefur verið að láta þýða ýms skjöl frá þmg’-
inu (t.d. nefndarálitin, frv. o.s.frv.) í stjórnarskrármáhnu>
þá hef jeg þar af ráðið, að hann mundi ekki enn búinn
að „stúdera" og því ekki búinn að ráðfæra sig við N., en