Saga - 1975, Page 179
TIL SKÚLA THORODDSENS
173
gildandi fyrir slíkt háttalag. Hún klykkir vel út lands-
s j óðsútgerðin!
Því miður get jeg lítið sagt um horfurnar í stjórnar-
skrármálinu eða um aðgerðir stjórnarinnar, frekar en
Það, sem jeg skráði seinast, og þykir mjer leitt, en fæ
bó ekki að gert. Jeg fann Rump um daginn, og kvaðst
hann hafa verið svo önnum kafinn af störfum við ríkis-
bingið, að sjer hefði verið ómögulegt að sinna málinu, en
nú væri vikufrí og það mundi hann nota. Hann gæti því
ekkert sagt mjer ákveðið enn um það, hvað hann mundi
gera. Jeg benti honum á, að ef þingrof ætti að verða, þá
ynði það helzt að ske nú áður, en síðasta skip færi heim
(9. nóv.), en hann kvað ómögulegt að vera búinn fyrir
Þann tíma, enda gerði það ekkert til, því nógur væri
nndirbúningstíminn undir kosningar samt, og hjer væri
bað álitið eins hollt að hafa hann ekki allt of langan. Það
befði og enga þýðingu með tilliti til þess, hvort aukaþing
«tti að halda, hvenær þingið væri rofið, því stjórnin gæti
kallað saman aukaþing, þegar henni sýndist. Hann gerði
trekast ráð fyrir aukaþingi, án þess þó að segja neitt
ákveðið í því efni. Að hann þyrfti sona langan tíma, kæmi
at því að konsej lspræsidentinn þyrfti töluverðan tíma til
að setja sig inn í málið, og svo mun R. þurfa að tala við
tj árlaganefndina, áður en hann afræður að leggja fyrir
stjórnarfrv. — R. lá nú mjög þungt orð til lh. og kvaðst
ekkert skilja í framkomu hans. Hann vantaði augsjáan-
leSa allt pólitískt „blik“, og pólitíker ætti hann þó að vera
fl'enast af öllu. Mjer heyrðist helzt á honum, að hann áliti
hann ómögulegan. — Hann bað mig að koma til sín aptur
að 3 vikum liðnum (20. nóv.) til þess að ræða málið fram
°£ aptur ýtarlega, því þá mundi hann undir það búinn og
geta sagt eitthvað ákveðið. — Jeg get því ekki fundið hann
aPtur nú áður en þetta skip fer, og geng út frá því sem
^efnu, að ekkert fari heim með því.
Sama dag fann jeg N. gamla (30. okt.) og kvað hann
ekki enn hafa rætt málið við sig en óskað að gera það