Saga - 1975, Qupperneq 182
176
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
í sínum augum, meðal annars allt of stórt og kostnaðar-
samt apparat fyrir Island. Mitt fyrirkomulag væri það
bezta, en ráðgj. ætti þá að sitja fyrir utan ríkisráðið, og
væri spursmál, hvort ekki hefði verið rjettara fyrir mig
að bíða, unz það fengizt og spurði hverjar ástæður stjórn-
in hefði til að neita því. Jeg skýrði honum frá því (grv. 1.)
og jafnframt að við alls ekki með frv. okkar viðurkennd-
um setu ráðgj. í ríkisráðinu, heldur ljetum ákv. 1. gr. í
stj.skr. standa óhögguð og mætti því kippa honum út úr
því án nokkurrar stjórnarskr.breytingar hvenær sem
stjórn kæmi til valda, sem fengizt til þess, t.d. vinstri-
menn. Hann var ánægður með það og kvað oss þá alveg
samdóma sjer. — Dr. Rordam áleit mitt prógram hina
einu mögulegu lausn á spursmálinu, en hvort ráðgj. sæti
í ríkisr. eða ekki, mætti Dönum standa á sama. En lands-
stjórafyrirkomul. gæti ekki komið til mála, því þá væri
Isl. leyst úr samband. um of, og afleið. af því yrðu þá að
vera að við misstum öll þau hlunnindi, sem við nú hefðum
frá Dönum. Herm. Trier hallaðist helzt að því að hafa tvo
ráðgj., annan í Khöfn, en hinn í Rvík.
Fundur í Studentersamf. byrjaði kl. 9, en sama kveldið
hafði verið boðað til fundar í fjel. ísl. stúdenta og hjelt
Bogi þar langa tölu, en svo hjer um bil tekið fyrir umræð-
ur og samþ. með öllum þorra atkv. einhver resolutíon fra
Boga um misþóknun á stefnu þingsins og áskorun til þjóð-
arinnar um að styðja ekki að því að flytja, valdiö út úr
landinu. Jeg hef ekki sjeð resolutíonina, en að eins heyrt
þetta sagt. Það á nú víst að flagga með henni í Þjóð. og
Dagskrá etc. Jeg gat auðvitað ekki komið, þar sem jeg átti
að halda fyrirlestur annarsstaðar, og það vissu þeir, og
samt hjeldu þeir fundinn, og lítur út, að þeir hafi einmitt
ætlað að búa svo um hnútana, að engin mótmæli kæmust
að, en búið að agítera ákaft í stúdentum áður, sem ekkei't
vit hafa á málinu. En þessi aðferð, að nota tækifærið-
þegar jeg gat ekki verið viðstaddur og engin andmæh
komið fram, heldur málið sett fram að eins frá einni hlið>