Saga - 1975, Page 186
180
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
hans við lh. — Rump var nú fullkominn með þingrofi og
eins með því að ryðja öllum þeim kkjörnu alveg burt, sem
ekki væru fullkomlega tryggir. Hann sagði og að ráð
mundu og með að brjóta mótstöðu lh. á bak aptur og sjá
um, að hann yrði ekki til óskunda á næsta þingi. Jeg sagði
að bezta meðalið væri að skipa ráðgjafa nú þegar, og tók
hann því nú mjög líklega (vildi ekki heyra það nefnt á
nafn í haust) og skildist mjer helzt á honum, að hann
hefði það í hyggju, en ef til vill hef jeg nú lagt meira í orð
hans, en hann hefur meint, svo valt er að byggja nokkuð
á því. — Hann sagði að nú gæti ekki liðið á löngu áður en
forsætisráðherrann yrði búinn, og þá mundi jeg verða
kallaður til að tala við hann og þá í sameiningu. — Hann
fór nú yfir höfuð mjúkum orðum um stjórnarskrármálið
og sagði að menn ættu auðsjáanl. bágt með að líta ópart-
iskt á það frá báðum hliðum, bæði Isl. og Dana.
Þú sjerð af þessu, að horfurnar eru ekki lakar hjerna
megin hafsins. Og jeg hef góða von heima. I Múlasýslun-
um hef jeg góða von. Okkar flokkur er allt af að aukast
þar. Seyðisfjörður og yfir höfuð firðirnir allir með okkui'
skrifar Jóh. mjer. En hvernig sje uppi á Hjeraði viti hann
ekki. En þar sje hættara, því allir helztu menn þar sje
riðnir við pöntun. I Suðurmúlas. sje beztu horfur, ÞV1
helztu menn þar með. — En það sem við verðum að leggJa
áherzlu á, er Árnessýsla og Rangárv., auk Múlas., og sv°
ætti að reyna að taka Snæfellsness. og Norður-Þing. Men’a
geri jeg mjer ekki von um, nema ef Stefán kynni að kom-
ast að í Eyjaf. — Hann hefur ekki skrifað mjer, og er þa
ekki góðs viti. Vill víst sjá hverju fram vindur og á eríi
með að brjóta bág við þá Klemens og Pál Briem. Jeg k®
ekki viljað skrifa honum aptur, fyrri en jeg hef fengi
svar frá honum. Blessaður hertu á síra Sig. að skn
honum. Jeg mun og skrifa honum og leggja að honum>
þegar situatiónin er orðin hrein. — Það verður nú hægra
að fá „dumpekandídata“, þar sem gefa má sumum v°n
um kkjörnu sætin, ef þeir skyldu falla. — Því eptir mm