Saga - 1975, Page 187
TIL SKÚLA THORODDSENS
181
ráðum veröur stjórnin að skipa þau sæti, hún hefur
en&an annan við að styðjast, — því það er ljóst, að henni
dettur ekki hug að fara lengur eptir lh. í þeim efnum.
Hann er búinn að missa alla tiltrú.
Jeg veit að þú skoðar bæði þetta og önnur brjef mín sem
stranglega privat. — Já, slæmt var með Berl.grein., en það
&erir nú minna til af því allir eigna mjer þær hvort sem
e5- — En rjett að dementera þó, ef til kemur. Þær hafa
^st haft sína þýðing fyrir R., því jeg sá, að hann hafði
Pær í skjölum sínum.
Með beztu [kveðju] til þín og konu þinnar frá okkur
djónum.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson
Gaman þótti mjer að brjefkaflanum. Hér mun átt við Úr bréfi
sem birtist í Þjóðviljanum unga 13. nóvember 1897, en þar
er sendibréfsformið notað til þess að koma við þá Jón
Vídalín og Magnús Stephensen.
Guðm(undur) læknir Bjömsson, kennari við læknaskólann, síð-
ar landlæknir og þingmaður heimastjórnarflokks.
Indriði Einarsson. Hann var endurskoðandi landsreikninga og
þingmaður Vestmannaeyinga 1891.
slæmt var með Berl(inga) grein. 1 Þjóðviljanum unga 28. októ-
ber 1897 stendur: „Um stjórnarhagi íslendinga hefir dr.
Valtýr Guðmundsson í haust skrifað fróðlegar greinar í
Berlingatíðindi í Kaupmannahöfn, og verður greina þeirra
nánar getið í blaði þessu síðar.“ — Skúli skrifar Valtý 12.
nóvember: „Jeg sé, að jeg hefi hlaupið illa á mig í „Þjóðv.“,
þar sem jeg er að tala um þínar fróðlegu greinar í Berl-
ingi, en sé svo á eptir, að þær hafa komið sem ritstjórnar-
greinar".
15. bréf
Skúli Thoroddsen fær síðasta bréf Valtýs í hendur 23. jan-
úar 1898 og tekur til við að svara því 6. febrúar. Hann
hlakkar mjög til að fá fréttir með Lauru, sem er væntanleg
á hverri stundu. Eftir bréfi Valtýs býst hann við þingrofi,
en hann er á sömu skoðun og fyrr, að skipun sérstaks ráð-