Saga - 1975, Page 188
182 BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
gjafa sé öruggasti vegurinn til þess að tryggja flokki þeirra
sigui. Hann rseður af bréfi Valtýs, að stjórnin sé jafnvel ekki
fráhverf því að tilnefna sérstakan ráðgjafa fyrir ísland, en
þorir varla að gera sér vonir um slíkt. Skúli eykur við bréfið
7. febrúar, en daginn eftir kemur Laura með bréf frá Valtý
(lo. bref). Ekkert verður úr þingrofi og aukaþingi, hvað þá
að stjórnin ætli sér að tilnefna ráðgjafa fyrir þing. Skúli
hnýtir enn við bréf sitt og er altekinn bölsýni. Hann vill helzt
rífa allt í sundur, sem hann er búinn að skrifa. „Jæja, góði
vin, þetta hefur allt gengið hábölvanlega, en ekki mun þaó
fella eða rýra þig í mínum augum, þó að mér virðist, að róg-
ur motstöðumannanna hafi orðið þér yfirsterkari. Jeg veit,
að þú hefir haft við mikið að stríða og ekki sparað krapt-
ana, sem þú hafðir, til þess að hrinda þessu í sem bezt horfJ
Kingosgade 15, 15. jan. 1898.
Kæri vin!
Jeg sendi brjef til þín til Seyðisfj. nokkru fyrir jól, og
þá skýrði jeg frá síðasta viðtali mínu við R. okkar. En
ekki bólar neitt á því, að skipaður verði sjerst. ráðgjafi
nú þegar, og hefur Hörring líkl. ekki verið á því svona
nokkru fyrir kosningarnar dönsku.
Fyrst í gær fjekk jeg að vita nokkuð ákveðið. En Þ°
er það að eins indstilling Rumps, en Hörring er ekki enn
búinn að átta sig á málinu, hefur bókstafl. ekki fengig
tíma til þess fyrir ríkisþingsönnum. Það sem jeg get sagt
er þá þetta, (því þó Hörring hafi ekki tekið forml. beslutn-
ing, þá hafa þeir R. þó opt talað um málið og R. segir að
þeir muni alveg sammála).
Ekkert aukaþing nje þingrof fyrst um sinn, — einkum
vegna þess að þá sætu allir hinir kgkjörnu kyrrir, sem
gæti verið hættulegt.
Stjómin eindregin með og mun gefa út kgl. auglýsingu
sem svar upp á ávarp Ed. og lýsa í því yfir að hún 02th
að leggja frv. fyrir næsta alþingi svipað mínu eða Ed. °8
taka fram höfuðpunktana. Þetta svo menn hafi tíma ti
að átta sig áður en til kastanna kemur. En þar með ekki