Saga - 1975, Page 192
186
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
ingurinn var sem mestur. Það sýnir meðal annars álit þitt
í brjefinu, þar sem þú telur vonlaust um bæði Húnavatns-
sýslu og Norðurmúlas. fyrir okkur. Við mættum þó sann-
arl. ekki við því að missa Húnav.s. Jeg hef nú enga hug-
mynd um hana, en um N.-Múlas. er jeg ekki eins vonlaus
og þú. Allir firðirnir eru með okkur, nema Vopnafjörður,
og þar getur kannske brátt komið breyting á, því jeg hef
komið því til leiðar að Bache hefur gefið Ól. Davíðssyni
verzlunarstj. sínum ofanígjöf fyrir að vera að styðja
Vídalínspólitíkina (keppinautarins) og jeg hef sett Tulin-
ius og Wathne á stað gegn Vídalín og hans mönnum.
Uppi í hjeraðinu eru líka sumir mjög mikils ráðandi
menn, sem styðja okkur, t.d. síra Einar í Hofteigi. —
Jafnvel úr sjálfri Þingeyjarsýslu skrifar mótstöðumaður
í „lsland“ að mín pólitík eigi þar fleiri áhangendur en
margir skyldu ætla. Þú skalt sanna að þeim fjölgar hvai'-
vetna þegar frá líður og kgl. auglýsingin er komin út,
og að biðin því reynist að vera til góðs. — Auðvitað mun
jeg gera allt hvað jeg get til þess að hafa áhrif á, hvað
verði tekið fram og ekki tekið fram í auglýsingunni, en
annað mál er það, hve miklu jeg fæ ráðið í því efni. Je£
geri mjer ekki miklar vonir um að hafa áhrif á það. Þið
megið heldur ekki gera allt of miklar kröfur til mín eins
og jeg gæti hreint og beint fyrirskrifað stjóminni, hvað
hún á að gera, hvernig hún á að orða það og það. Þetta
get jeg ekki og N. gamli getur ekki einu sinni verið þekkt-
ur fyrir að skipta sjer af því, hvernig augl. er samin.
Jeg verð líka að gæta hófs og gá að mjer að vera ekki o
frekur, ef jeg á að halda áhrifum mínum.
Þú ert hræddur við komu lh. hingað og lái jeg þjer Þa
ekki. En jeg held að þú þurfir þó ekki svo mikið að óttaS
í því efni. R. er búinn að gera sína „innstilling“ og huu
liggur hjá Hörring. Hann á því ekki svo hægt með a
víkja frá henni, enda hefur hann sáralítið álit á lh. sem
pólitíkus, kennir honum um að hafa eyðilagt læknalögm
með framkomu sinni o.fl. En hvort Hörring eða rá a