Saga - 1975, Síða 193
TIL SKÚLA THORODDSENS
187
neytið kann að vilja gera einhverja breyting er ekki gott
að segja. Þó hefur R. sagt mjer að það mundi ekki verða,
t*ví þeir hefðu optar talað um málið, og svo mun Hörring
hlíta ráðum N. í því efni að mestu leyti. Lh. hefur bein-
línis verið kallaður hingað af stjórninni, og getur enginn
^ð henni, þó hún vilji fá hann til viðtals persónulega,
eins og framkoma hans hefur verið. Engin stjórn mundi
hundsa sinn æðsta embættismann svo, að ganga beint á
m°ti honum, án þess að tala við hann og lofa honum að
setja fram sínar skoðanir og verja sitt mál. — Það er að
yisu satt, að skeð getur að lh. beygi sig og kasti sjer yfir
a uaitt prógram, og það bendir á það, að Dybdal heldur
Því nú fram, að það sje misskilningur hjá mjer, að lh. sje
a móti minni pólitík. En þó svo kynni að fara, sem jeg
stórlega efast um, — því hann mun varla vilja gera sig
Svo hlægilegan í augum íslenzks almennings —, þá mun
það varla ýta honum upp í ráðherrasessinn. Álit hans er
ekki svo mikið hjer nema hjá Dybdal einum, sem þó jafn-
Vel viðurkennir að hann sje bráðónýtur repræsentant á
þinginu og láti allt of lítið til sín taka.
Þú segir, að það sje hæpið að þú getir komið hingað til
Hafnar. Það ættir þú þó endilega að gera svo framarlega
seni þjer er nokkurt áhugamál að ráðgjafi sje skipaður
aður en breytingin kemst í kring, því að því gætir þú stutt
f^kið með því að tala við R. og kannske við Hörring. Jeg
ef skrifað R. langt mál um þetta og reynt að mótivera
Það vel, en það herti ekki lítið á, að fleiri tækju í sama
sti’enginn, ekki sízt þar sem skeð getur að stjórnin kunni
yð líta svo á, að jeg leggi meiri áherzlu á þetta af því, að
skoði sjálfan mig sem mögulegan kandídat til ráð-
öíafaembættisins. Ekki ólíklegt, að D. kunni að reyna að
orna þeirri skoðun inn hjá henni, eptir því sem um mig
efur verið skrifað í ísl. blöðum. Og þá hefði það einmitt
Pyðingu, að sama ráð kæmi frá manni eins og þjer, sem
lr vita að ekki gerir sjer neina von um ráðgjafaemb-
lð- — Þú ættir því endilega að koma hingað og gera