Saga - 1975, Síða 196
190
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
17. bréf
Staflaust gengur, að Magnús Stephensen landshöfðingi vilji
friðmælast við valtýinga, þar eð hann eigi reiði Islandsráð-
herra yfir höfði sér vegna framkomu sinnar á síðasta þingi-
Skúla og Valtý er ekki neitt gefið um slíkan snúning lands-
höfðingja, en ýmsir aðrir hugsa til þess með fögnuði, því að
þá sé stjórnarbótinni borgið. Skúli skrifar Valtý 14. apríl frá
Newcastle við Tínifljót: „Jeg ímynda mér, að það sé ekki of
mælt í síðasta bréfi mínu, að Magnús taki málið að sér, og
að við fáum hann sem fyrsta ráðherrann, með öðrum orðuni
alveg sama svínaríis-systemið áfram, í stað þess að meiningin
var, að stjórnarskrárbreytingunni yrði strax samfara pðh-
tískt systemskipti.“ Hann kveðst ekki nenna fyrir neinn mun
að fara til Hafnar. „Jeg hef skömm á þessu Rumpsregimenti
og ótrú eina, og er hættur að gera mér illusíonir um það, að
vér íslendingar fáum í bráð nýtt líf inn í stjórnina."
Kingosgade 15, 16./4. '98.
Kæri vin!
Brjef þitt 14. þ.m. fjekk jeg í morgun og þótti vænt u®
að fá það. Jeg hef nú á hverjum degi verið að vonast
eptir einhverju skeyti um að þú værir kominn til Skot-
lands eða Englands, og þótt miklu skipta að það drægist
ekki lengi.
Mjer þykir þú líta nokkuð svart á horfurnar í pólitík-
inni, og efast of mjög um sigur okkar. Mín trú á sigunnn
er alveg óbifandi. Þú álítur mig of sangvínskan, og getlU
verið að jeg sje það nokkuð, en þó ekki eins og þú heldui-
Álit þitt á situatióninni er ekki rjett, en jeg skal ekkei
lá þjer, þó þú bærir nokkurn kvíðboga fyrir úrslitunuiu-
Það mun vera satt, að lh. sje að snúast yfir á okkar pie
gram. Um það hafa ýmsir skrifað mjer úr Rvík, bæ i
B. J., J. Jenss., E. Hjörl. og síra Þórh. Hann hefur aldre*
skrifað mjer fyrri og jeg honum aldrei, því mjer sten^
hinn mesti geigur af honum og vil sem allraminnst v
hann eiga. Þó varð jeg nú að svara honum, en gerði mj^
far um að skrifa varlega, en sagði þó meiningu mma
makk hans við lh. Hann kvað segja síra Sig. Stef. ia