Saga - 1975, Side 198
192
BRÉP VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
um að stjórnarbreyting kunni að verða eptir kosningarnar
nýju, af því að hann hefur beyg af Rump, og veit að hann
hefur ekki mikið álit á honum, sem og líka er satt.
En allt þetta makk við lh. er þannig til komið, að sumir
okkar menn (kannske margir) hafa verið farnir að ör-
vænta um fótfesti mína hjá stjórninni. Mótstöðumenn
mínir hafa fundið upp það pólitíska bragð, að breiða þnð
út, að jeg væri úr sögunni, „dauð pólitísk stærð“ og R. °S
N. vildu ekkert framar við mig eiga. Þeir hafa reiknað
það út, að þessi fregn mundi gera marga hikandi í
binda lengur trúss við mína pólitík, og þá væri meiri von
um að okkar flokkur mundi sundrast, sem þeir telja hina
einu sigurvon sína, eins og berl. kom fram á fundi Þing-
eyinga og Vopnf., þar sem það var skýrt tekið fram, að
fyrst um sinn væri það eina, sem á riði, að kveða okkaT
pólitík niður, en ekkert lægi á að ákveða, hvaða stefnu svo
skyldi taka. Það yrði að vera komið undir atvikum; þetta
sýnir, hve hræddir þeir eru um, að okkar pólitík muni
sigra. Enda hef jeg áreiðanlegar fregnir af því, að jafnvel
í Eyjafj. og Þingeyjars. er fjöldi manna með okkar pólitík,
og mun það seinna koma í ljós, að minnsta kosti í Eyja'
firði.
/
Þetta bragð hefur auðsjáanl. haft nokkrar verkanir, Vv\
sumir af okkar mönnum virðast hafa lagt meiri eða minm
trúnað á, að jeg mætti mín ekki framar mikils hjá stjórn-
inni. Jafnvel þú virðist ekki laus við, að trúa á þetta. Þu
spyrð, hvort jeg sé viss um að ferð Tryggva hafi verið
svo þýðingarlaus, hvort Tr. muni ekki hafa rægt mig e^c'
— Já, þú mátt reiða þig á að hún var alveg þýðingarlaus-
Það getur vel verið, að hann hafi reynt að rægja mig, en
að honum hafi ekkert tekizt í því efni, um það er jeg viss-
Að koma til þeirra og segja að jeg geri allt af spekulatmn
í ráðgj.-emb., hefur ekkert að þýða; þeir kippa sjei
ekki upp [við] þær getsakir, þekkja þær of vel áður
frá sjálfum mjer. Heldurðu að jeg hafi ekki sjeð um a
þeir skyldu fá að heyra þær frá mínum eigin munni, og