Saga - 1975, Page 200
194 BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
3. ef málið þætti ríða í bága við almenna velsæmistilfinn-
ing (tók t.d. ef menn vildu leyfa manni að eiga stjúp-
dóttur sína).
I öllum öðrum tilfellum yrði hann einráður.
Jeg skýrði N. frá Bogadellunni og skoraði hann á mig
að þýða valda kafla úr henni handa sjer og R. Jeg þýddi
2 arkir, og sendi fyrst N., en hann sendi svo R. með áliti
sínu og athugasemdum um stj.skr.málið, sagði hann mjer.
Vóru þeir báðir á einu máli um það, að rammari reaktion
hefðu þeir ekki sjeð fyr (og mun þeim þó ekki ofbjóða
allt). R. sagðist ekkert skilja í að ísl. stúdentar, ungiJ”
stúd., skyldu geta aðhyllst þetta, sem riði í bága við allar
konstitutionellar hugmyndir. Þeir væru þó vanal. nokkuð
frjálslyndir.
Þú þyrftir annars að gera gangskör að því, hvaðan Bogi
hafi referatið af samtali þínu við R. í fyrra. Hann getur
ekki haft það nema frá emb.m. í ministeríinu og þá sjálf-
sagt frá Ó. H., sem hefur fengið að vita hjá D. um það-
En öll pólitíkin í Bogapjesa, er pólitík Ó. H. Hann stendur
þar á bak við. Jeg hef forðast eins og heitan eld að tala
við Ó. H. um pólitík í vetur, og hann þó alltaf verið að
ganga eptir mjer með grasið í skónum. En jeg brenndi rnig
á honum í fyrra, því hann hefur að minni skoðun unnið
mjer meira ógagn en nokkur annar, og læzt þó allt af vera
bezti prívatvinur minn. En jeg trúi honum ekki.
Jeg hef skrifað eina grein gegn Bogadellunni, og sendi
Isaf. og Þjóðvilj. (skrifaði utan á ,,til ritstj. Þjóðvilj.“, a
því jeg bjóst við, að þú yrðir farinn). Sendi greinina heim
með Heimdalli um 20. marz.
Bogi hefur borið upp á mig, að jeg hafi skrifað nafu-
laust um sig skammir í Þjóðviljann. En jeg hef svara
honum því, að jeg hafi ekki sent Þjóðvilj. eina línu uiu
hann (það hef jeg heldur ekki gert, en jeg hef skrifað þJel