Saga - 1975, Page 203
TIL SKÚLA THORODDSENS
197
reaktion, afturhald, afturkast.
eina grein gegn Bogadellunni. Grein Valtýs birtist ekki í
Þjóðviljanum unga, en hins vegar birti blaðið 9. og 16.
apríl grein eftir Sig-urð Stefánsson og beindist hún gegn
skoðunum Boga.
illuBÍón, tálvon.
18. bréf
Skúli skrifar Valtý frá Bretlandi 21. apríl, en það bréf
finnst ekki í bréfasafni Valtýs. Skúli virðist hafa varað
Valtý við því að reyra sig fast við hægrimenn, þar sem
vinstrimenn voru sífellt að sækja í sig veðrið. Valtýr býst
þó ekki við, að vinstrimenn nái völdum í bráð. Stjórnin hafi
hug á að skipa íslending í ráðgjafasætið, og ólíklegt sé, að
landshöfðingi verði fyrir valinu.
Kingosgade 15, 25./4. ’98.
Kæri vin!
Brjef þitt 21. þ .m. fjekk jeg í morgun í rúmið og álít jeg
bezt að svara því strax.
Þú þarft ekki að bera kvíðboga fyrir að „situatiónin“
breytist við að vinstri komist til valda. Það er nú alveg
Vlst, að það verður ekki hvorki nú, nje í nánustu framtíð.
Öll blöð er nú á því hreina með það, og svo talaði jeg rjett
áðan við N. og hann sagði, að um slíkt gæti ekki verið að
^la meg núverandi flokkaskipun. Og ef nokkur maður
Vejt það, þá er það hann. En ekki má bera hann fyrir
Pessu nje öðru, sem jeg skrifa eptir honum. — En jeg er
Þjer samdóma um þaö, að ekki væri mikið varið í liðveizlu
ePtir að vinstri væru komnir til valda. En það kemur
sem sagt ekki til.
En í fyrrakveld (laugard. 23. þ.m.) kom eitt blaðið hjer
E.Eolkets Avis“, ritstj. Rex, fyrv. ritstj. „Aftenbl.") með
regn, sem mjer var ver við, Það sagði að konungur væri
erðinn leiður á Rump og vildi láta hann fara og því hefði
ann ekki fengið neinn kross á fæðingardag kgs, þar sem
hinir ráðgj. fengu eitthvað. Þetta hefði átt að vera
bend
lng til hans um að fara, en R. þyrfti nú meira með