Saga - 1975, Side 204
198
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
og sæti alveg rólegur. En svo ætti hann nú að fá lausn
óbeðið („paa graat Papir“) og stiptamtm. Ahnfeldt í Ribe
að verða eptirmaður hans sem j ustitsminister. Þó jeg
reyndar vel gæti skilið, að þetta væri bara tilbúningur til
að ergja R., þótti mjer þó nokkuð freklega í farið að nefna
beinlínis eptirmanninn, ef enginn flugufótur væri fyrir
þessu. Jeg var því á glóðum því það hefði verið annað en
gaman að fá alveg nýjan mann að eiga við, núna rjett
áður en lh. kemur hingað. — Jeg arkaði því til N. í morg-
un og spurði hann, hvort nokkuð mundi hæft í þessu, og
fullvissaði hann mig um, að enginn flugufótur mundi fyr-
ir því. (Á spássíu: Að R. fjekk engan krossinn, hefði kom-
ið til af því, að hann fjekk kommandorkross í janúar, og
of stutt liðið til þess að hann gæti komizt hærra). Hann
hefði nýl. talað við R. og hann hefði ekkert minnzt á það,
og hann hefði í gærkveldi verið saman við forsætisráðh.
og hann hefði heldur ekkert minnzt á það, sem hann þ°
mundi hafa gert, ef það hefði verið. Þar á mót hefði hann
getað trúað því, ef fregnin hefði sagt, að R. mundi eiga
að fara frá sem ráðgj. fyrir Island, eða einhver slík breyt-
ing væri í bruggerð, eptir að búið væri að hafa tal af lh->
og gera Islending að ráðgj., þó hann hefði ekkert ákveðið
um það heyrt. — Það er auðheyrt á þessu og eins á orðum
R. við mig bæði fyr og síðar að stjórnin er að hugsa um
að skipa Isl. í ráðherrasætið, enda hef jeg ekki sparað að
halda því fram bæði munnlega og skrifl. Jeg skrifaði þjer
þetta þegar í des., en það mun hafa strandað á forsætisráðh.
að gera það meðan ríkisþingið væri. Nú verður sj álfsagf
beðið eptir að lh. komi. Þó skaltu ekki vera svo mj ög hrædd-
ur um að hann verði ráðgj., því það mun ekki verða. Je£
minntist nú á það enn við N. og sagði, að þú mundir ekki
verða ánægður yfir því, ef hann yrði ráðgj., sem ekki væri
von, eptir allt sem undan væri gengið. Hann sagði að til
þess mundi ekki koma, því svo margt mælti á móti því, °S
taldi til ýmsar ástæður meðal annars, að hann væri heldui
gamall og því ekki til frambúðar. Jeg sagði að Dybd. mundi