Saga - 1975, Side 207
TIL SKÚLA THOKODDSENS
201
vottorð um Klemens birtist í Þjóðviljanum unga 21. maí 1898.
Klemens Jónsson og Skúli Thoroddsen skiptust á skeyt-
um í blöðum sínum, Stefni og Þjóðviljanum unga, um
hvaða afstöðu hvor þeirra hafði tekið til valtýskunnar,
er hún kom fram á þingi 1897.
19. bréf
Landshöfðingi fer utan og gengur á fund Rumps íslands-
ráðherra, sem setur honum þá kosti að styðja valtýsku eða
láta af embætti. Einnig munu þeir hafa rætt um stuðning
konungkjörinna þingmanna við valtýsku. Um þennan fund
hafa bréf farið milli Valtýs og Skúla, en þau finnast ekki í
bréfasöfnum þeirra. I dapurri grein, sem heitir Synda-
kvittun og birtist í Þjóðviljanum unga 30. september 1898,
er ljóst, að Skúli hefur verið sárgramur yfir því, hversu
mildilega Rump tók á landshöfðingja. Skúli skrifar Valtý
frá Leith í Skotlandi 19. febrúar 1899 og telur horfur flokks
þeirra ekki sem beztar, „þar sem berjast verður gegn Manga
& Vídalín og öllu þeirra liði á næsta þingi eins og ’97.“ Val-
týr er ókvíðinn, sigurinn mun falla þeim í skaut.
Eimreiðin, Kingosgade 15. K0benhavn, Vx. 1./3. ’99.
Kseri vin!
Eg þakka þér fyrir bréf þitt 19. febr. frá Leith. Þú
furðar þig á, að ég hafi ekki skrifað þér nú um sinn; en
^i’ finst að ekki sé ástæða til þess, þar sem ég hef skrif-
þér fleiri bréf, án þess ein lína hafi komið frá þér.
kki svo mikið að ég hafi hugmynd um, hvernig þér hafi
*kað „útréttingar" mínar fyrir þig í sumar eða vor
bókbandið. Svo getur þú þess, að ég sé stundum furðu
^arkár í bréfum til þín, sem þú takir „ad notam“. Ef svo
)®ri, þá er sökin ekki mín, heldur þín, þar sem þú í haust
otaðir mér að nota upplýsingar þær um samtal Rumps
Lh„ sem ég hafði skrifað þér í trúnaði, og koma fram
^ð þær á prenti, þó þú bærir mig ekki fyrir þeim. Slíkt
er ekki uppörvandi. En hins vegar verð ég að segja það,
l*e ^ ^ef sLrifað þér alt, sem ég hef álitið, að nokkra veru-
^ Þýðingu hefði, að þú fengir að vita að svo stöddu.
Eg hef nú skrifað nokkuð langa grein um stjómarskrár-