Saga - 1975, Page 208
202
BEÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
málið í Eimr. og sendi þér nú eitt eintak af henni. Ekkert
skal ég um það segja, hvort þú munir vilja undirskrifa
alt, sem þar er sagt, en ekki þykist ég hafa sagt þar neitt
út í loftið. Og ekki trúi ég öðru en að grein mín sannfæri
einhverja, því ég hef hingað til fengið orð fyrir að skrifa
fremur Ijóst. Ég veit ekki hvort þú hefir séð í Rvík breyt-
ingartillögur mínar við „kaþekismusinn“, en þær eru sam-
hljóða sumum köflum í ritgerð minni eða þar um bil.
Bæði Dybdal og Ól. Halld. telja engan vafa á því, að við
sigrum á næsta þingi. Sama gerir Jón í Múla og Pátt
Briem. Ég held líka, að það sé nokkurn veginn víst. Marg-
ir úr mótflokknum vilja nú fegnir ganga yfir um, ef þeir
að eins geta fengið einhverja brúarmynd, og ég hef í huga
að búa eitthvað þess konar út, ef vel gengur.
Jón í Múla skrifaði mér með síðasta pósti langt bréf og
stakk upp á samningum okkar í milli. En ég veit ekku
hvort ég hef leyfi til að skýra frá þeim og geri það þvl
ekki. En hann er á Seyðisf., svo þú getur kannske haft tal
af honum þar. Að minsta kosti getur þú talað við Þorst-
Erl., sem þekkir þetta eins vel og ég. Ég hef svarað J°nl
nú og um það veit Þorst. líka. Ég mun sjá um að hleyPa
mér ekki út í neina ófæru eða láta ginna mig í tálsnörui-
Hvort Lh. verður einn fulltrúi stjórnarinnar á næsta
þingi veit ég ekkert um, en býst þó helzt við því. Ó. S;
hefir reyndar sagt við mig að hann byggist við, að ég V1
skipaður sem fulltrúi í stj .skrármálinu. En ég byggi e^v
ert á slíku og býst helzt við, að það hafi verið sagt til ÞeS®
að veiða upp úr mér, hvort slíkt væri í bruggerð, en a
Ó. H. viti sjálfur ekkert um það. .
Að L. Svbj. og J. Hj. eru fallnir er alveg definit'tv,,
því bæði veit ég að R. hefir skrifað Lh. það (og sagt
það) og eins hefir Hjaltalín skrifað Stefáni það um s1^
og Svbj. sagt Jóni Jenss. það um sig (báðir eftir Lh.)- ^
hverjir koma í staðinn? Já það er spurningin. Og nU
Hannes [Hafstein] kom, datt mér í hug, að hann væri kan