Saga - 1975, Page 209
TIL SKÚLA THORODDSENS
203
dídat, enda skrifað úr Rvík, að svo kynni að vera. En það
eru getgátur einar. Ég fór að finna R. og hann kannaðist
Þá ekki við Hannes (í fyrradag) og kvað hann ekki hafa
komið að heilsa upp á sig. Og í dag fer Hannes til Kristj-
aníu og verður þar um tíma. R. sagði að innstilling Lh. í
kgkj. sætin mundi koma með næstu ferð, og lofaði mér að
ekkert skyldi verða gert í því efni, án þess konfererað yrði
við mig. Sagði ég skyldi koma til sín, þegar næsti póstur
(í apríl) kæmi frá Islandi, og þá gæti maður séð hvað
Lh. hefði lagt til, sem gæti gefið bending um, hve ein-
Isegur hann væri við kolann. — Okkur R. kemur nú Ijóm-
andi vel saman, og ég held ég eigi nú töluvert hægra
ttteð að hafa áhrif á hann en áður, sem mun liggja
ftokkuð í því, að Dybdal er víst hérum bil hættur að skifta
Ser af málinu. Hefir sjálfur sagt mér, að hann áliti það
ekki til neins, því auðséð væri að mín stefna hlyti að sigra,
Því mótstöðumennirnir væru tómir ráðleysingjar. — Ég
mun því eiga hægt með að sjá um, að Hannes geri hér
eilgan skaða. — En alt bendir á, að hann sé ekki einu sinni
kandídat, því ef svo væri, þá hefði hann eflaust farið að
heilsa upp á R., og líkl. heimsótt mig, ef ég þekki mann-
lnn vétt. En hann hefir hvorugt gert og ég ekki séð hann.
Sagan um krossun Þorst. læknis er eintómur tilbúning-
Ur. Eg hef engan þátt átt í því, ekki minst á það einu orði,
avorki við Rump né nokkurn annan. Nei, það er amtm.
ki., sem ]iafa innstilt Þorstein, en þó fyrst Jón Magn-
nss°n sem sýslum. Vestm. Svona lengi hefir málið verið
a leiðinni. Þá var sagt að lh. hefði ekki gjarnan viljað gera
• að ridd. fyrri en Jónassen væri orðinn það. En svo
Vai’ð hann það, og þá gat Þ. komið á eftir. En skyldi ekki
^ka annað geta legið á bak við. Skyldi ekki Lh. hafa hugs-
a8 sér að blíðka Þorst. og hugsað sér að hægra yrði þá að
Vlnna hann til að verða á móti mér. Því ég veit til að
^ai’gar tilraunir hafa verið gerðar til þess frá ýmsum
!ðum. — Svo er sú saga, að því er ég bezt veit. — Að ég