Saga - 1975, Page 212
206
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
Þeir hafa líka lofað að styðja stefnuna. Og nú mun Vídalín
öruggur, er bæði lh. og amtm. eru með.
Ég þakka þér fyrir ritdóminn um Eimr., sem ég hef
fylstu ástæðu til að vera ánægður með.
Það liggur við, að alt sé að fara í bál og brand milli mín
og þeirra þarna í Rvík. Einar og Jón Jensson og fleiri vilja
víst hafa vit fyrir mér í stj.skrármálinu, en þeir eru engir
menn til þess að dirigera. Bara að „fadæse“ þeirra vinni
ekld okkar máli stórtjón. Ég má taka á allri minni still-
ingu, ef samkomulagið á ekki að bresta. En ég slæ heldui'
undan í bráð og síg svo á síðar. Ef ég gæti náð tali af þeim
væri ég óhræddur, en það er alt örðugra með bréfaskrift-
um.
Rangvellingar [hafa] haldið sýslufund og samþ. valtýsk.
í einu hljóði -r- Sighv. og skorað á hann að segja af sér
þingmennsku og kvað mikil von um að hann geri það. Og
þá viss maður okkar meginn nýr, segja þeir, og Þórður
í Hala með í kaupið, er hann sér,hvernig sú kosning fer-
Ég fékk áðan bréf frá Rump, þar sem hann óskar að
tala við mig á morgun, en ekki veit ég, um hvað það er‘
Hann mun nú vera að garfa í undirbúningi málsins undu
þingið.
Nú kvað eiga að hola Ein. Ben. í sýslumannsemb. 1
Strandasýslu. Góður er Mangi!
„Illa meðferð á skepnum“ má kalla meðferð Ih. á Hjalm-
lín og Sveinbj., að vera sparkað fyrir að fylgja stjórnai
fulltrúanum. „Illt er að eiga þræl að einkavin!“
Ég hef ekkert heyrt frá Þ. Erl. nýlega og Bjarki skrifa*
ekkert að gagni. Það skyldi þó aldrei vera, að Jón Mu
sé búinn að ná tangarhaldi á Þorst. Mig furðar á, að P
skulir ekkert minnast á samfundi við þá í bréfi þínu.
Ól. Briem kvað vilja fá brú til að komast yfir um ein®
og fleiri, og hafa sett þingm. Húnv. út til þess að fá 11
til að útvega hana. ^
Ekki er mér vel við „moblukaupin", sem þú hefir se
mig. Ekki af því ég telji eftir mér ómakið, heldur af P