Saga - 1975, Page 214
208
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
21. bréf
Valtýingar flytja frumvarp til stjórnarskrárbreytingar a
þing-i 1899. Það er samþykkt í efri deild, en fellt í neðri deild
við fyrstu umræðu á jöfnum atkvæðum. Björn Jónsson,
ritstjóri ísafoldar, fer utan til þess að leita sér lækning'a, en
valtýingar fela honum jafnframt að vera Valtý innan hand-
ar í viðræðum hans við stjómina. Þeir leitast einkum við að
fá stjórnina til þess að skipa sérstakan íslandsráðgjafa.
Næsta bréf segir frá erindarekstri þeirra, en það er skrifað
í miðjum septembermánuði.
Kingosgade 15; Khöfn V.
Kæri vin!
Beztu þökk fyrir samvinnuna í sumar. Þá [er] ég kom-
inn heim, og fengum við bæði skjóta ferð og góða.
1 Skotlandi fréttum við að ráðgjafaskifti væru orðin
hér og Rump vor farinn og ennfremur Bardenfleth og
Tuxen. En í stað tveggja hinna síðastnefndu væru komnir
Ludv. Bramsen (áður direktor í „Ny dansk Brandforsikr-
ingsselskab" og fyrv. fólksþingm.) en í stað Tuxens
Schnack ofursti (sem var hermálaráðgj. næst á undan hon-
um. En Hörring hafði sjálfur ad interim tekið að sér bæði
dómsmála- og ísl. ráðaneytið, svo hann væri nú ferfaldur
í roðinu (fjármálaráðgj. og ráðaneytisforseti). Þessar
síðustu fregnir þóttu okkur góðar, en vorum á glóðum uw,
að breyting kynni að verða komin á, áður en við kæmum
til Hafnar. En alt stóð óbreytt.
Ég fór undir eins fyrsta daginn að finna Nellemann
gamla, en hafði lítið upp úr því, því hann kvaðst ekkert
vilja skifta sér af málinu, nema Hörring kveddi sig til
ráða að fyrra bragði. Svo fórum við B. J. sama dag nð
finna Hörring og vórum svo hepnir að ná fundi hans, en
hann hafði þá engan tíma til viðtals að ráði, en ákvað fund
með okkur 2 dögum síðar (7. sept.). Þá höfðum við langan
konference, og lét ég B. J. mest hafa orðið og skýra sítúa-
tiónina og afstöðu landshöfðingja, en við vórum áður bun-
ir að ræða með okkur ýtarlega, hvað segja skyldi. Hörring