Saga - 1975, Page 215
TIL SKÚLA THORODDSENS
209
tók öllu mjög- vel og- skynsamlega og skildi svo vel, hvernig
í öllu lægi, að okkur fanst, og þótti mér munur að eiga
tal við hann eða Rump og prísaði minn sæla, að hann var
farinn. — Við sýndum fram á, að nauðsynlegt væri að fá
þegar sérstakan ráðgjafa, og tók hann því mikið vel, en
sagði, að það væri spursmál, sem þyrfti frekari yfirvegun-
ar við, áður en hann gæti gefið svar upp á það. En ekki
taldi hann neina meinbugi á því, nema hann gat þess, að
erfitt mundi að finna ráðgjafaefni meðal Islendinga. Ég
benti þá á, að það yrði ekki erfiðara nú, heldur en ef málið
hefði gengið fram, en þá hefði orðið að finna ráðgjafann,
úr því stjórnin væri hvort sem er búin að samþykkja sér-
stakan ráðgj. í princípinu. Hann kvað það satt vera, enda
mættum við alls ekki skilja sig svo, að hann væri að mæla
á móti sérstökum ráðgjafa, eða áliti ómögulegt að finna
hann, heldur hefði hann átt við það, að erfitt mundi að
finna fleiri ráðgjafaefni, ef oft þyrfti að skifta um, og Isl.
byrjuðu á „Ministerstormeri". Við hugguðum hann með,
að fyrir slíku mundi ekki þurfa að gera ráð í bráð, því þó
einhverjar tilraunir yrðu gerðar í þá átt, myndu þær hafa
lítinn árangur. Hann féllst á ástæður okkar fyrir því. —
Við bentum á, að allir liðirnir alt upp að ráðgj. væru á
móti okkur í málinu og kvaðst hann vita það, en þetta væri
stórpólitískt spursmál, sem departementschefar væru ekki
látnir hafa nein áhrif á og væri því ekki Dybdal að óttast
í því, enda mundi ég hafa orðið þess var, að Rump hefði
haldið stefnu sinni þrátt fyrir Dybdal. Eftir langar sam-
ræður skildum við og kvaðst hann mundi boða okkur aftur
á fund sinn, er honum þætti tími til kominn og þá senda
mér skeyti, — en það er ekki komið enn og er nú rétt vilca
hðin síðan. En við lifum í voninni, því okkur fanst hann
g'efa okkur hinar beztu vonir eða samtalið hníga í þá átt,
þó hann segði ekki neitt ákveðið um aðalspursmálið. Dóms-
málaráðgjafi er heldur ekki skipaður enn, og er ekki ólík-
legt, að þau tvö spursmál verði útkljáð í einu.
Eins og þú sérð af þessu, þá var „sitúatiónin“ svo æski-
14